Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 2

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 2
tryggt, ellitryggt, hraust fólk og hugkvæmt, góð- gjarnt, friðsamt, hamingjusamt? Hvenær rennur slíkur fyrsti maí upp? Hver er sá, er dirfist að óska þess, að slíkur fyrsti maí renni aldrei upp? Og hver er sá, er dirfist að efast um það, að slík- ur fyrsti maí geti runnið upp, verði að renna upp, ef Islendingar vilja verða sjálfstæð menningarþjóð, ekki aðeins í orði, heldur í raun og sannleika. Fyrsti maí í ár skal verða öflugri undirbúningsdag- ur undir valdatöku verkalýðsins en nokkru sinni fyrr undirbúningsdagur þeirrar samstillingar til fram- sóknar og átaka, sem ein getur leitt að hinu mikla marki, undirbúningsdagur að hinni virku samfylk- ingu, sem hver hugsandi og starfandi íslendingur er nú að ganga til fulltingis við. Fyrsti maí í ár skal verða sá sóldagur, er blæs hverjum frjálshuga manni þe'im eldi í brjóst, sem brennir til ösku hinar fúnu stoðir íhalds og auðvalds, og tendrar vita frelsis, jafnréttis og bræðralags á hverju annesi íslands, á hverjum tindi íslands, í hverjum íslenzkum bæ, í hverju íslenzku hjarta. Fyrsti maí í ár skal verða dagur reikningsskilanna, þá skal hver verkamaður, hver bóndi, hver mennta- maður, hver ærlegur borgari, gera upp við sig, hvort við á að taka innan fárra daga stjórn íhaldsins og auðvaldsins á íslandi, eða hvort frjálslyndið, lýðræð- ið, menningin, allar hinar áunnu forsendur sósíal- ismans, eiga að bera sigur úr býtum. Enginn góður íslendingur mun verða í vafa. Hann veit að málstaður alþýðunnar er ihinn eini sanni mál- staður, og á þess vegna, mun þess vegna, hlýtur þess vegna, verður þess vegna að sigra! 82

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.