Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 40

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 40
gera þjóðinni ljóst, hvílík ógæfa bíður hennar, ef fasisminn verður hér landfastur, en verið reiðir og ristið honum níð. Sýnið okkur meira af krafti þeim, sem í samfylktum verkalýð býr, og kveðið í þjóðina kjark. Þetta geta aðeins Rauðir pennar. Meira af kvæðum, syngið, — og þjóðin mun taka undir. VÍÐSJÁ. Danmörk. bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram fóru um aila Danmörku í marzmánuði síðastliðnum, enduðu með glæsilegum sigri vinstxú flokkanna, sem allir bættu við sig miklu af atkvæðum frá 1933, er síðustu kosningar fóru fram. Ti) dæmis tvöfaldaði Kommún- istaflokkui'inn atkvæðatölu sína í Kaupmannahöfn og mai'gfaldaði hana í flestum kjördæmum öðrum, þar sem hann bauð fram menn. Stærsti flokkur Danmerk- ur, flokkur sósíaldemókrata, jók og stói'um atkvæða- magn sitt, og naut hann þar stuðnings Kommúnista- flokksins, sem bauð ekki fram í þeim kjördæmum, þar sem framboð hans hefði getað orðið til þess að fella frambjóðaixda sósialdemókrata — þrátt fyi'ir flokkshroka forystumanna þeirra síðarnefndu, er höfnuðu alli'i kosningasamvinnu við Kommúnista- flokkinn. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það, að aft- urhaldssöm kosningalög sviptu til dæmis 23000 verkamenn í Kaupmannahpfn kosningarétti vegna vangoldinna skatta, tókst flokknum að fjölga tölu kosinna fulltrúa sinna úr einum upp í sjö. — Ihalds- menn og fasistar biðu herfilegan ósigur. Af þessum glæsilega kosningasigri vinsti'i flokk- anna gæti virzt, sem fasistahættan væri ekki yfirvof- andi í Danmörku. Og það er vafalaust rétt, að þessi hætta er ekki mjög mikil innanlands. En því meiri 120

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.