Réttur


Réttur - 01.03.1938, Side 7

Réttur - 01.03.1938, Side 7
taka höndum saman. Kommúnistaflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, Framsókn og meginhluti Sjálfstæð- isflokksins — allir nema spillt foringjaklíka undir áhrifum braskara, sem eru að reyna að selja landið sjálft, eftir að þeir eru búnir að rýja banka þess, — allir þeir, sem vilja vernda lýðræði og sjálfstæði landsins, eiga að vinna saman, skapa sterka þjóðfylk- ingu gegn fasismanum. Hvergi ætti slík þjóðfylking uð hafa hlutfallslega eins mikinn hluta þjóðarinnar á bak við s.ig og hér, sökum þess að hér á að vera hægt að einangra þá auðmannaklíku, sem allsstaðar spillir lýðræðinu og undirbýr fasismann. Hér saman- stendur þessi auðmannaklíka mestmegnis af heild- sölum og bröskurum, sem hafa andstæða hagsmuni við þjóðina og vinna í samráði við féndur hennar. Ekki aðe.ins vinnandi stéttirnar, heldur og meginhluti atvinnurekenda í útgerð, innlendum iðnaði og hvers- konar framleiðslu, hafa andstæða hagsmuni við þessa heildsalaklíku og bandamenn hennar í Landsbankan- um og fiskhringnum. Það, sem þarf til þess að takist að skapa þá þjóð- fylkingu, sem framtíð íslenzku þjóðarinnar nú velt- ur á, er að vinstri flokkarnir læri tafarlaust af reynsl- unni erlendis, yfirvinni vesaldóminn, sem er að leggja lýðræðið í gröfina, og afnemi sundrungina, sem býð- ur fasismanum heim og opnar fyrir honum fylking- arnar. Fyrstu sporin, sem stíga verður til þess, er samein- ing Kommúnistaflokksins og Alþýðuflokksins í sterk- an, einbeittan, sósíalistiskan verklýðsflokk, sem þori og geti varið lýðræðið og jafnframt framkvæmt slík- ar þjóðfélagsendurbætur, að lýðræðið verði fólkinu hjartfólgið. Og samtímis þessari sameiningu verður að skapa traust bandalag milli verklýðsflokksins og Framsókn- .arflokksins, milli verklýðsfélaganna og samvinnufé- Jaganna, til að vinna að heill hinnar vinnandi þjóðar 7

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.