Réttur


Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 28

Réttur - 01.03.1938, Qupperneq 28
Hljóðbær þögn. Á hverju ári eykst forði íslenzkra bóka um nokkur hundruð hestburði og við þetta bætast mörg hundruð metra langar hrósgreinar í blöðum landsins um þennan bókakost. Það er tilviljun ein, að maður rekist á bóka- fregn þar sem þeim hlutföllum er raskað að verulegu leyti að skrumyrðin séu færri en blaðsíður bókarinnar og málamynda aðfinnslur nái hærri tölu en arkarfjöld- inn. Svo gersamlega er almenningur sviptur allri leið- sögn um gildi þess og verðmæti, sem á borð er borið á íslenzkum bókamarkaði, að meginhluti þeirra ummæla, sem blöð og útvarp flytja lesendum, eru samin í venju- legum kvikmyndahússauglýsingastíl, þar sem allt er jafn gott og hrífandi. Slíkt taumleysi í verzlunarskrumi um vöru, sem á að vera andlegt viðurværi þjóðarinnar, ber glögg einkenni þeirrar spillingar, sem andlegir leið- togar hinnar hrörnandi borgarastéttar eru haldnir af. Á tveim síðustu áratugum hafa þó komið fram á sjónarsvið íslenzkra bókmennta rithöfundar, sem vald- ið hafa þeim umskiptum, að væmni hólspekinganna hef- ir breytzt í ofsóknarkenndar ádeilur, sem hafa verið jafn fjærri því að geta talizt réttsýn gagnrýni sem fag- urgali hrósgreinanna. En dómurinn yfir verkum þess- ara manna var þá fyrst kveðinn upp, er þjóðin hafði viðurkennt og tileinkað sér list þeirra. Þannig hefir þjóðhylli Halldórs Kiljans og Þórbergs gersamlega þaggað niður ofsóknar-„gagnrýni“ borgarablaðanna, og dæmt ummæli þeirra dauð og ómerk. Nú á síðustu árum virðast hins vegar hafa átt sér stað þau ljósaskipti í sálarkynnum borgaralegra skrif- finna, að þeim hefir tekizt að greina skammbeittni þeirra vopna, sem brugðið er á loft í þeim tilgangi að vega að íslenzkum skáldum áður en verk þeirra hafa hlotið dóm alþýðunnar. Þeir telja sig hafa fundið ör- 28

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.