Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 5

Réttur - 01.03.1939, Page 5
kjörum, til þess að reisa nýja síldarverksmiðju á hin- um ákjósanlegasta stað. Engrar ríkisábyrgðar var kraf- ist. En atvinnumálaráðherra þrjózkaðist við að veita leyfið, vegna þess að þar með væri risið upp atvinnu- fyrirtæki í þessari grein, sem ekki væri undir yfirráð- um Landsbankans og Kveldúlfs. Ef leyfið fæst ekki, verður gamla bæjarverksmiðjan að leggjast niður, og verður verksmiðjuskorturinn þá enn tilfinnanlegri. Og þetta skeður á sama tíma, sem stjórnarvöldin lýsa því yfir að atvinnuframkvæmdir í stórum stíl verði yfirleitt að „bíða betri tíma“ ,vegna þess að lánstraust landsins sé svo gersamlega þrotið, að jafnvel gengi krónunnar verði að sigla sinn sjó, þar sem ekki sé viðlit fyrir ríkis- stjórnina að fá lán til að tryggja það! Þetta allt sýnir okkur ljóslega, að íslenzk borgara- stétt er ekki lengur fær um að hafa forustu fyrir nein- um framförum. Allt sem til framfara horfir fyrir land og lýð, er orðið hættulegt fyrir hagsmuni þeirrar klíku, sem hefir lyklavöldin að völundarhúsi fjármálanna í landinu. Þess vegna er algerlega loku fyrir það skotið, að Breiðfylkingarflokkarnir geti beitt sér fyrir neinum almennum framfaramálum, ekki einu sinni innan ramma hreinræktaðra auðvaldsstjórnarhátta. Því er nú svo komið, að Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn, sem berst fyrir framförum hér á landi. — Hann er eini flokkurinn, sem getur barist fyrir fram- förum, því að allir hinir flokkarnir eru nátengdir þeirri yfirstéttarklíku, sem er komin í andstöðu við allar fram- farir. í stjórnmálum Islands standa nú tvær fylkingar and- spænis hvor annarri. Annars vegar er Sósíalistaflokkur- inn, sem er ekki aðeins flokkur sósíalismans, heldur líka flokkur frjálslyndis, framsóknar og almennra um- bóta. Hann er nú eini frjálslyndi umbótaflokkurinn á íslandi, jafnframt því, sem hann er flokkur hinnar sós- íalistisku byltingar, með sterka kommúnistiska hreyf- ingu innan vébanda sinna. Á hinu leitinu er Breiðfylk- 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.