Réttur


Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 5

Réttur - 01.03.1939, Blaðsíða 5
kjörum, til þess að reisa nýja síldarverksmiðju á hin- um ákjósanlegasta stað. Engrar ríkisábyrgðar var kraf- ist. En atvinnumálaráðherra þrjózkaðist við að veita leyfið, vegna þess að þar með væri risið upp atvinnu- fyrirtæki í þessari grein, sem ekki væri undir yfirráð- um Landsbankans og Kveldúlfs. Ef leyfið fæst ekki, verður gamla bæjarverksmiðjan að leggjast niður, og verður verksmiðjuskorturinn þá enn tilfinnanlegri. Og þetta skeður á sama tíma, sem stjórnarvöldin lýsa því yfir að atvinnuframkvæmdir í stórum stíl verði yfirleitt að „bíða betri tíma“ ,vegna þess að lánstraust landsins sé svo gersamlega þrotið, að jafnvel gengi krónunnar verði að sigla sinn sjó, þar sem ekki sé viðlit fyrir ríkis- stjórnina að fá lán til að tryggja það! Þetta allt sýnir okkur ljóslega, að íslenzk borgara- stétt er ekki lengur fær um að hafa forustu fyrir nein- um framförum. Allt sem til framfara horfir fyrir land og lýð, er orðið hættulegt fyrir hagsmuni þeirrar klíku, sem hefir lyklavöldin að völundarhúsi fjármálanna í landinu. Þess vegna er algerlega loku fyrir það skotið, að Breiðfylkingarflokkarnir geti beitt sér fyrir neinum almennum framfaramálum, ekki einu sinni innan ramma hreinræktaðra auðvaldsstjórnarhátta. Því er nú svo komið, að Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn, sem berst fyrir framförum hér á landi. — Hann er eini flokkurinn, sem getur barist fyrir fram- förum, því að allir hinir flokkarnir eru nátengdir þeirri yfirstéttarklíku, sem er komin í andstöðu við allar fram- farir. í stjórnmálum Islands standa nú tvær fylkingar and- spænis hvor annarri. Annars vegar er Sósíalistaflokkur- inn, sem er ekki aðeins flokkur sósíalismans, heldur líka flokkur frjálslyndis, framsóknar og almennra um- bóta. Hann er nú eini frjálslyndi umbótaflokkurinn á íslandi, jafnframt því, sem hann er flokkur hinnar sós- íalistisku byltingar, með sterka kommúnistiska hreyf- ingu innan vébanda sinna. Á hinu leitinu er Breiðfylk- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.