Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 12

Réttur - 01.03.1939, Page 12
að gera þjóðarbúskapinn sjálfstæðari. Um það hefi ég á öðrum stað skrifað eftirfarandi: „Hitt höfuðatriðið er, að það er ekki á sviði fram- leiðslu neyzluvara fyrir innlenda markaðinn, sem líf- taugar atvinnulífsins liggja, einkum ef litið er á þetta frá sjónarmiði virkrar atvinnu-, fjármála- og banka- pólitíkur, (sem ríkið stendur á bak við með ákveðna stefnu og starfskrá). Sjálfstæði atvinnulífsins, sem geta þjóðarinnar til þess að bjarga sér sjálf, afskorin frá heimsmarkaðin- um, t. d. í styrjöld, er nokkuð annars eðlis. Bretar flytja inn um 70% af matvælum sínum, en með tilliti til mögu- leika fyrir ríkið að reka virka búskaparpólitík, þá er atvinnulíf þeirra mjög sjálfstætt. Höfuðstoðir atvinnu- lífsins eru í höndum Breta sjálfra. Ein af þessum höf- uðstoðum atvinnulífsins, framleiðslan á eigin fram- leiðslutækjum, er í landinu sjálfu. Hins vegar veikir það aðstöðu þeirra, að þá skortir margvísleg hráefni. Það, sem gerir atvinnulífið á Islandi svo ósjálfstætt, er fyrst og fremst það, að framleiðslan á þýðingarmestu framleiðslutælcjunum er ekki í landinu sjálfu. Annað atrjði er það, sem einnig gerir þjóðarbúskap- inn ósjálfstæðan: Ónóg framleiðsla byggingarefna í landinu. Þýðing þessa atriðis fyrir allan þjóðarbúskap- inn sést glöggt af eftirfarandi. í árslok 1934 er allur fiskiskipaflotinn: togarar, línu- veiðarar og vélbátar, metinn á ca. 13 milj. kr., en árin 1933—1937 eru byggð hús í Reykjavík einni saman fyr- ir 5,0—6,5 milj. kr. árlega. Það þýðir, að þessi 5 ár er lagt í ný hús í Reykjavík tvöfallt andvirði alls fiski- skipaflotans, sem samtímis er að ganga saman“. (Or- sakir erfiðleikanna, bls. 74). Þær framkvæmdir, sem eru mest aðkallandi á þessu sviði, eru, að flytja allar skipaviðgerðir inn í landið,. smíði tréskipa og að setja á stofn sementsframleiðslu, svo framarlega, sem þess er nokkur kostur. I þessum framkvæmdum þarf ríkið að hafa forystuna, eða að 12

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.