Réttur


Réttur - 01.03.1939, Síða 18

Réttur - 01.03.1939, Síða 18
þessa iðnaðar ættu ekki að vera eins sannfærandi og áður. Pólitík tollverndaÖs neyzluvöruiðnaðar er pólitílc á- framhaldandi vandræðaástands í bankamálum, peninga- málum, gjaldeyris- og verzlunarmálum, enda hefir hún orðið til sem viðnám við afleiðingum af vandræðapóli- tík Framsóknarflokksins í þessum málum. Það er því augljóst, að það hefir stórpólitíska þýð- ingu, hvaða innlendur iðnaður verður fyrir valinu; und- ir því er stefnan í atvinnumálunum komin næstu árin. Þróun þjóðarbúskaparins og lífskjör fólksins í landinu eru undir því komin, hvort viðunandi skipan verður komið á peninga- og bankamálin. En ástandið í þeim málum er nú fjötur á öllum heilbrigðum framkvæmd- um. Og að endingu enn eitt atriði. Yfir vofir stórvelda- stríð. Það getur tæpast verið að ræða um nokkurn raun- verulegan viðbúnað, til þess að mæta þeim erfiðleik- um, sem það bakar okkur, meðan ástandið er eins og raun ber vitni í gjaldeyrismálunum. Það ástand lamar alla heilbrigða viðleitni. Þess vegna er það hlutverk vinstri aflanna í landinu, að knýja í gegn heilbrigoa lausn þeirra mála. Des. 1938. J. stalín: Alþfóðleg afitaða Sovétríkfanna. Utanríkispólitík Sovétríkjanna hefir verið eitt helzta umræðu- efni blaða og manna á meðal undanfarna mánuði og er það enn. Þegar þetta er ritað, er enn óvíst hvort samningar nást milli Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna um bandalag gegn of- beldi fasismans. Andstæðingar sósíalismans og Sovétrikjanna hafa þyrlað upp ótrúlegu blekkingarmoldviðri um þátt sovétstjórnarinnar í samn- ingum þessum. Þeir, sem stjórna slíkum skrifum, treysta á van- þekkingu lesenda á staðreyndum. Það er því fyllsta ástæða til að birta á íslenzku ítarlega greinargerð um utanríkispólitik Sovét- 18

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.