Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 21

Réttur - 01.03.1939, Page 21
öld í Kína á annað ár, sundrar hinum feiknamikla kín- verska markaði og lokar honum nær alveg fyrir vörum annarra landa, — samtímis því að Ítalía og Þýzkaland umskapa atvinnulíf sitt til hernaðarþarfa og hafa eytt til þess hráefnum sínum og gullforða, — samtímis því að öll hin stórveldin búast til stríðs. Af þessu leiðir, að auðvaldsskipulagið hefir miklu takmarkaðra svigrúm til eðlilegrar leiðar út úr yfir- standandi kreppu en þeirri næstu á undan. Loks er núverandi kreppa ekki almenn ltreppa, eins og hin undanfarandi, heldur nær fyrst tökum á fjár- hagslega vel stæðum löndum, er ekki hafa enn umskap- að ^tvinnulíf sitt til hernaðarþarfa. Hvað friðrofaríkin snertir, svo sem Japan, Ítalíu og Þýzkaland, er þegar hafa umskapað atvinnulíf sitt til hernaðarþarfa, hafa þau enn ekki lent í offramleiðslukreppu vegna ákafrar aukningar stríðsiðnaðar, — en að því dregur. Það þýðir að þegar hin atvinnulega sterku, friðsömu lönd fara að losna úr kreppunni, hljóta árásarríkin að lenda í harð- vítugustu kreppu, vegna þess að þau hafa eytt hráefn- um sínum og gullforða í hinn óða stríðsundirbúning. Þetta verður nú þegar augljóst af samanburði á hin- um opinbera gullforða auðvaldslandanna. Opinber gullforði auðvaldslandanna. (í milljónum gamalla gulldollara). Árslok 1936 Árslok 1938 Samtals . . . 12980 14301 Bandaríkin . 6649 8126 England . . . 2029 2396 Frakkland . . 1769 1435 Holland . . . 289 595 Belgía .... 373 318 Sviss 387 407 Þýzkaland. . 16 17 Ítalía 123 124 Japan .... 273 97 21

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.