Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 22

Réttur - 01.03.1939, Side 22
Af töflu þessari sést að gullforði Þýzkalands, Ítalíu og Japans er samanlagður minni en gullforði Sviss. Hér eru nokkrar tölur, er sýna kreppuástandið í auð- valdslöndunum síðastliðin fimm ár og þróun iðnaðar- framfara í Sovétríkjunum. Magn iðnaðarframleiðslu í prósentum miðað við 1929. (1929 = 100.) 1934 1935 1936 1937 1938 Bandarikin . 66.4 75.6 88.1 92.2 72.0 England . . . 98.8 105.8 115.9 123.7 112.0 Frakkland. . 71.0 67.4 79.3 82.8 70.0 Ítalía 80.0 93.8 87.5 99.6 96.0 Þýzkaland . 79.8 94.0 106.3 117.2 125.0 Japan .... 128.7 141.8 151.1 170.8 165.0 Sovétríkin . . 238.3 293.4 382.3 424.0 477.0 Af töflunni sést að Sovétríkin, ein allra landa í heimi, eru ósnortin af kreppu og hafa óslitið aukið iðnað sinn. Af töflunni verður einnig ráðið, að alvarleg atvinnu- kreppa er þegar byrjuð í Bandaríkjunum, Englandi og Frakklandi og breiðist út. Af töflunum sést ennfremur, að iðnaði ftala og Japana er farið að hraka 1938, en þau ríki tóku upp hernaðar- þarfabúskap á undan Þýzkalandi. Af töflunni verður einnig séð, að iðnaðarframleiðsla Þýzkalands er enn stíg- andi, þó hægt fari, á sama hátt og iðnaðarframleiðsla ítala og Japana fram að þessu; en Þýzkaland varð seinna til að umskapa atvinnulíf sitt til hernaðarþarfa. Það er ekkert vafamál, að iðnaður Þýzkalands hlýtur að lenda í samskonar afturför og iðnaður Ítalíu og Jap- ans er kominn í nú þegar, nema eitthvað ófyrirsjáan- legt gerist. Því hvað þýðir umsköpun á atvinnulífi lands til hernaðarþarfa ? Það þýðir að iðnaði landsins er beint í einhæfa styrjaldarhátt, að framleiðslu hluta til stríðs- þarfa, sem alls eru óskyldar þörfum fólksins, er aukin 22

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.