Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 47

Réttur - 01.03.1939, Side 47
ir stéttarskiptingunni í auðvaldsskipulagi. Sjálfstæðis- flokkurinn aftur á móti segist hafa alla stéttarbaráttu og hann meinar það. Burgeisarnir, sem sitja með arð- ránsaðstöðuna í höndunum, vilja helzt af öllu sitja að henni áfram baráttulaust. Þeirra aðstaða er varnar- staða. Þeir hafa öllu að tapa. Með valdaaðstöðu Framsóknai’- og Alþýðuflokksins hefir Sjálfstæðisflokkurinn gefizt eitt tækifæri, sem enn er ótalið til blekkinga á sviði almennra mannréttinda og frjálslyndis. Heima í mörgum héruðunum eru menn hinna fyrrnefndu flokka í forustu almennra mála og hafa í höndum sínum helztu atvinnufyrii’tæki hérað- anna. Og í sambandi við þessa aðstöðu beita þeir víða hinni herfilegustu kúgun. Menn búa undir allskonar of- sóknum af pólitískum ástæðum, þær ofsóknir, sem mest eru áberandi, hafa að vísu bitnað á byltingasinnuðum mönnum, en það hefir vakið óhug og andúð hjá þeim, sem eru mjög andvígir hinum byltingasinnuðu kenning- um, en líta á persónulegt skoðana- og kenningafrelsi sem helg mannréttindi og snúast því til andstöðu gegn þeim, sem beita slíkum kúgunarráðstöfunum. f gegn- um þessa valdaaðstöðu er oft gengið ótrúlega nærri skoðanafrelsi manna. Tillöguréttur óbreyttra liðsmanna er eigi aðeins lítilsvii’tur í þeirra eigin samtökum, held- ur er það stimplað sem flokkssvik, ef þær tillögur eru ekki eftir kokkabók foringjanna og menn geta búizt við að mega gjalda þess. Það er haldið uppi njósnum, ef einhversstaðar skyldi bóla á hættulegum skoðunum og því er ekki óalgengt, að á slíkum stöðum eru menn hi'æddir við að láta í ljós skoðanir sínar, ekki aðeins opinberlega, heldur einnig í persónulegum samtölum. —• Sjálfstæðismenn standa því vel að vígi með að halda sér til fyrir fólkinu, þar sem þeir hafa tiltölulega lítið af kúgunartækjum í höndum sínum, eins og t. d. í Ái’nes- sýslu. Þeir koma þar fram sem vinir frelsisins. Þeiri’a fylgjendur finna til þess með stolti, að þeim er leyfi- legt að segja skoðanir sínar við náungann, hreint og 47

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.