Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 51

Réttur - 01.03.1939, Page 51
Ferenee Hörmendi; „Mann$aiidlif“. „Mannsandlit", myndin, sem saga þessi er tengd við, var ekki sérstaklega góð mynd, hún var bara ekki of léleg til þess/ að sýningarnefndin hengdi hana upp á meðal hinna. sýningarmyndanna. En hvað sem því leið var hún gerð af listamanni með góðum orðstír, svo að hún hlaut tiltölulega góðan stað, hékk beint gegn inn- ganginum í góðri og jafnri birtu. Myndin sýndi höfuð nær því fimmtugs manns, en hún var kámuð, eilítið klesst, viss atriði mikluð. Þetta var líka uppkast. And- litið var holdugt nokkuð og bar fölt við dökkan bak- flöt. Munnurinn var ,,sterkur“, eins og kallað er (mikl- að), rytjulegt yfirvararskegg, lafandi á mongólska vísu (miklað), hálfstarandi lit dökki'a augna undir lágu enni og bylgjuskotið dökkt hár (kámað), greitt aftur á lista- manns vísu. í myndskránni var uppdrátturinn merktur eftirfarandi titli, óbrotnum en mikilvægum: „32, Balazs Baliant: „Mannsandlit“ — frumdrættir — (Ein- ræðisherrann). 1200 penyóur. Balaz Baliant var „A 1“, og 1200 pengóur voru væntanlega ekki óhóflegt verð fyrir frumdrátt að andliti einræðisherra. En það kemur ekki þessari sögu við. II. Sunnudagsmorgun einn ákvað Jósep Benedek að ganga úti í haustblíðunni með syni sína tvo. Maður ætti svo sem að hreyfa sig öðru hvoru úti við, hafði Jósep Benedek látið í Ijós við kunningja sína um tíu- leytið. Þeir sátu allir við fastaborð í veitingastofunni að sunnudagsmorgunbjórnum. Og þegar kunningjar hans tóku undir þessa athugasemd hans með hatram- legasta hversdagsskopi, stóð Jósep Benedek upp frá borði og gekk út að glugga, og þegar honum verður jlitið yfir haustlegt strætið og út í fölgult sólskinið, 51

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.