Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 53

Réttur - 01.03.1939, Page 53
'langt í skrifstofu sinni óg vann kappsamlega — að framleiðslu, kallaði hann það sjálfur. Hann neytti ár- bíts, hádegisverðar og kvöldmatar vel og stundvíslega, fór í kvikmyndahús með konu sinni, annaðhvort laugar- dagskvöld, drakk sér bjór í veitingastofunni, sat í kaffi- húsi einn eða tvo tíma að kvöldinu, veitti sér og fjöl- skyldunni hálfsmánaðar dvöl í Keszthely í sumarleyf- inu á sumri hverju, keypti sér ný föt þriðja hvert ár, hafði gaman af að koma konu sinni á óvart með ódýr- ar smágjafir, greiddi skilvíslega iðgjöld af lítilli og snot- urri líftryggingu. Fyrir tíu árum hafði hann stundað smávegis vinfpngi við stúlku eina, sem vann í skrifstof- unni, það stóð í fáeina mánuði, og því lauk, sem betur fór, með mestu hægð og hæversku, því að kvennmaður- inn, sem var átakanlega ung að aldri, gekk í heilagt hjónaband með umboðsmanni verksmiðjunnar utan af landi. Josep Benedek lenti aldrei í frekari æfintýri af þessu tagi. Hann sýndi yfirmönnum sínum virðingu í hvívetna, en samstarfsmönnum sínum föðurlega góðvild og vinsemd. Öðru hvoru prófaði hann son sinn í ung- verskri málfræði og verzlunarreikningi. Hann reis árla úr rekkju, slórði aldrei fram eftir á kvöldin. Skuldum safnaði hann engum, því að hógværar kröfur hans og þarfir voru ekki dýrar 1 rekstri. Innst í hjarta leit hann á sjálfan sig sem stökustu fyrirmynd að jafnvægi og hyggindum, og hafði jafnvel orð á því stundum. I stuttu máli: Jósep Benedek var ánægður með sjálfan sig, og ennfremur í stuttu máli: Josep Benedek var hinn sígildi smáborgari, það hefði verið ókleift að mála annan betri. Mála ... Það er nú svo, um það er einmitt þessi saga. III. Andrassystrætið glóði í gulu sólflóði. Josep Benedek og synir hans tveir löbbuðu í átt til skemmtigarðsins. öðru hvoru lét Josep Benedek ýmsar tilhlýðilegar og uppalandi athugasemdir í ljósi um fólk eða eitt og ann- að, sem þeir sáu á leið sinni, og um þær mundir, sem 5S

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.