Réttur


Réttur - 01.03.1939, Side 74

Réttur - 01.03.1939, Side 74
lains og Mússólínis. Chamberlain sagði síðar í blaðavið- tali, að hann væri sannfærður um góðan vilja ítölsku- stjórnarinnar og að viðræðurnar myndu síðar bera góð- an ávöxt. Þetta var sagt á sama tíma og hersveitir Mússólínis voru að nálgast landamæri Frakklands! Chamberlain lét íhlutun ítalska fasismans afskiptalausa og beið aðeins þess, að Franco ynni slíka sigra, að hægt væri að viðurkenna stjórn hans de jure og veita honum hernaðarréttindi. Að baki þessu lá löngunin til að losa um sambandið milli Þýskalands og Italíu og beita hinu fasistiska Miðjarðarhafsveldi gegn tilraunum Þjóðverja til að ná fótfestu á Miðjarðarhafinu. Þetta reyndust tál- vonir, eins og allar aðrar vonir hins óhönduglega breska forsætisráðherra. Bandalag Ítalíu og Þýskalands var miklu innilegri en svo, að hægt væri að koma á sundr- ung í milli þeirra. Um sama leyti og Chamberlain prútt- aði við Mússólíni var gefið til kynna í Berlín, að hern- aðarbandalag lægi til grundvallar samvinnu ítala og Þjóðverja. — Fasistar Italíu fögnuðu faili Barcelóna með hrópinu „París, París !“ England og Frakkland svöruðu með því að senda sendimenn á fund Francos til að undirbúa við- urkenninguna á honum sem stjórnanda alls Spánar. Fyrir tilstilli Englendinga var eyjan Minorka gefin 'Francó á vald, utanhíkismálaráðherra Frakklands, Bonnet, lýsti samtímis yfir ætlun frönsku stjórnarinnar um að láta eigur þær, er hin lögmæta spánska stjórn átti í Frakklandi, af hendi við Francó. 24. febrú- ar viðurkendi Frakkland stjórn Francós í Burgos, litlu síðar fylgdi England í fótspor þess. Þrátt fyrir þetta hefðu lýðveldismenn enn getað varizt langa stund. Bar- áttuhugur hersins og stjórnarinnar var óbilugur. En nóttina milli 5. og 6. marz hóf gagnbyltingin upp höfuð- ið í sjálfri Madrid. Casadó ofursti, Miaja herforingi og Basteiró, einn af hægri mönnum sósíalistaflokksins, hrifsuðu völdin í sínar hendur — í samráði við ensku og frönsku stjórnina — og undirbjuggu þannig skilyrð- 74

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.