Réttur


Réttur - 01.03.1939, Page 78

Réttur - 01.03.1939, Page 78
dæminu“. Auvitað var hertaka landsins ekki sprottin af einskærum fasistiskum spjátrungsskap. Mússólíni getur frá þessu fjöllótta landi haft í ógnunum bæði við Júgóslavíu og Grikkland, ráðið lögum og lofum á Adríahafinu og gert alla aðstöðu Bretlands í austur- hluta Miðjarðarhafsins ótrygga. Áður var hann búinn að tryggja völd sín í vesturhluta þessa hafs. Hvað sem öðru líður — það eru þó háttbundin vinnubrögð hjá. hinum fasistiska stórveldamöndli! Það var sagt í upphafi þessarar greinar, að Miin- chen-sáttmálinn hafi valdið aldahvörfum í utanríkis- málum Evrópu eftir stríðið. Afleiðingar hans, sem hér hefir lítillega verið skírt frá, ollu straumhvörfum í stjórnmálastefnu hinna vestrænu lýðræðislanda. Þessi straumhvörf verða berari með degi hverjum. Munchen- pólitík Englands og Frakklands hefir beðið eitthvert herfilegasta skipsbrot, sem dæmi eru til. Chamberlain og Daladier hafa orðið að endurskoða alla utanríkis- stefnu sína. Eins og þeir urðu að ganga undir hvert jarðmenið á fætur öðru, er þeir sömdu við fas- istaríkin, eins verða þeir nú að krjúpa — ekki að fót- stalli krossins, heldur að hinum rússneska hamri og sigð. Hið mikla sósaílistiska stórveldi hafði staðið í ólympískri ró hjá viðburðum síðustu sex mánaða. Það íét sig engu skipta allt hið mikla fjaðrafok, sem þyrlað var upp af Ukraníumálinu, er stórblöð Evrópu spáðu uppkomu nýs ríkis í Austur-Evrópu með halann af hinni látnu Tékkóslóvakíu sem miðdepil. Málið féll fljótlega niður, enda var það aldrei annað en agitatórisk dægur- fluga. En blöð Sovét-Rússlands bentu aðeins á þá stað- reynd, að Rússum stæði minnst hætta af umbrotum fasistaríkjanna, það væru hagsmunir Englands og Frakklands, sem væru í hættu staddir. Þetta varð deginum ljósara eftir innlimun Tékkó- Slóvakíu, þegar kólna tók vináttan milli Pólverja og Þjóðverja. Þýzku blöðin báru þess gleggstan vott- 78

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.