Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 41
og þá heföuð þér hlotiö aö geta komizt aö betri kjör-
um. —
Augu hennar leiftruöu af gremju. — HvaÖ vissi
hann — en hún var svo lömuö, aö hún vissi ekki í
svipinn hverju svara skyldi. Þegjandi stóö hún á fæt-
ur — hún var kafrjóö í framan af geöshræringu og
haföi enga hugmynd um hvaö þaö fór henni vel. En
hún fann aö augu hans hvíldu fast á henni. Þaö var
eins og hann heföi ekki séð hana fyrr en nú.
— Þér ættuö nú að leyfa mér aö hjálpa yður svo-
lítið, þó það færist fyrir meö þessa atvinnu” sagöi
hann eftir stundarkorn. — „Ég gæt'i látiö yöur hafa
dálitla upphæö strax, og svo vona ég aö þér leitiö til
mín oftar, þegar þér þurfið á að halda — já ég vona
fastlega, að þér gei’iö þaö“.
Ósjálfrátt leit hún upp og mætti augnaráði hans,
en hún leit fljótt undan og fékk ákafan hjartslátt. —
Hvaö var hann aö fara? Þaö var ýmislegt sagt xxm
Helga Gunnlaugsson. Hann haföi gifzt til fjár, konan
var eldri en hann, og hvorki auður né tízkutildur
megnaði aö gera hana laglega.
Hann var staöinn upp, laut fram í áttina til henn-
ar og studdi annarri hendi við skrifborðið. Hún leit á
þessa hvítu, þéttu, voldugu hendi, og langaöi í sömu
andrá til aö grípa í hana sér til stuönings og hrinda
henni frá sér meö ofsalegu hatri.
„Mér er full alvara”, sagöi hann, þegar hún svar-
aöi engu. „Ég vildi svo gjarnan veröa yður að liöi, þó
það geti ekki orðið á þann hátt, sem þér bjuggust
viö. — Kona eins og þér ætti ekki aö þurfa að slíta
sér út á fiskþvotti og stritverkum“.
— Hún einblíndi á einn tígulinn í gólfdúknum. —
Var hún ekki skyldug til aö taka hvaða hjálp sem
bauðst, vegna Tótu. — Og þó — hvemig gat hún út-
skýrt þetta fyrir henni? Henni fannst, að þessi mað-
ur myndi aldrei láta neitt af hendi nema gegn fullu
41