Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 15
Fullvíst er að' miði þessi hafði mikil áhrif meðal
brezkra hermanna. Þaö tókst ekki að fá þá til aö
vinna verkfallsbrjótavinnu aö neinu ráði. Enda ærðist
brezka herstjórnin og hinir íslenzku bandamenn
hennar. Bretar tóku 5 íslendinga fasta og er nú full-
víst að minnsta kosti tveir þeirra voru handteknir
eftir tilvísun Dagsbrúnarstjórnarinnar. Voru hér enn
á ný framin landráð af lökustu tegund, þar sem ís-
lenzkir menn geröust berir að því að gefa erlendu
hervaldi upplýsingar í því skyni aö framselja landa
sína og stéttarfélaga í hendur því. Til handtökunnar
voru valdir þeir menn, sem fremstir stóðu í verkfall-
inu og var hér enn leitað til hins erlenda valds til
þess að brjóta samtök verkamanna á bak aftur. Eftir
nokkurt þref voru fangarnir fengnir í hendur íslenzk-
um yfirvöldum, eftir að ríkisstjórnin hafði fullvissað
Breta um að þeir myndu verða dæmdir fyrir land-
ráð! Eða svo er aö sjá á yfirlýsingu herstjórnarinnar
að þannig hafi um samizt milli hennar og íslenzkra
stjórnarvalda. Þarf hér ekki framar vitnanna við um
það, aö ekki er lengur um sjálfstæða íslenzka rétt-
vísi að ræða. Hún tekur, aö því er virðist, við fyrir-
mælum frá erlendri herstjóm um það, hvernig dómur
skuli falla í ákveönu máli, áður en það er rannsakað!
Eftir að íslenzka lögréglan tók málið í sínar hendur
voru enn fleiri menn handteknir. Eftirtektarvert er
þaö að mönnunum var haldið í varðhaldi löngu eftir
að rannsókn málsins var lokiö og þegar málshöfðun-
in var ákveðin, var tilkynnt að þeir yrðu allir í fang-
elsinu þar til dómurinn félli í undirrétti. — Er þetta
þveröfugt viö allar íslenzkar réttarvenjur, enda þurfti
að halda þeim inni meðan stjómarkosningarnar fóru
fram í Dagsbrún, þar sem þeir voru flestir í kjöri.
Málshöfðun var fyrirskipuö gegn öllum þeim er
handteknir voru, einnig þeim, sem eitthvað voru riðn-
ir við dreifingu miðans, enda þótt þeir vissu ekki
15