Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 31
skilningi og pólitískan myndugleik eru Bandaríkin
aö taka veldissprotann í sínar hendur...
Vér getum, satt að segja, ekki annaö en haldið' á-
fram þá braut, sem vér höfum gengið undanfarinn
aldarfjóröung, haldiö þá stefnu, sem vér tókum meö
því að leggja1 undir oss Kúbu og Filippseyjar og með
þátttöku vorri í heimsstyrjöldinni...
Þetta er það, sem falið er bak við glamuryröið um
„vöm þjóðarinnar“ — sumt vandlega huliö, en ann-
að nær yfirborðinu, um það bil að koma í ljós í
ögrandi nekt“.'
Þetta eru þá þær saurugu staöreyndir, sem felast
bak viö yfirdrepsskap burgeisanna, þegar þeir eru
að hjala um „verndun lýðræðisins”, „rétt smáþjóð-
anna o. s. frv. En slik glamuryrði eru aöeins handa
lýðnum, honum til blekkingar. Þegar þeir ræða mál-
in í sínum hópi, þarf ekki á neinu slíku yfirvarpi að
halda, og þá kemur hinn raunverulegi tilgangur
fram í kaldrifjaðri nekt.
í þessari styrjöld er ekki barizt fyrir lýðræði, jafn-
rétti eða öðrum hugsjónum, fremur en í siðustu
heimsstyrjöld. Hún er háð, af beggja hálfu, fyrir lítil-
mótlegum yfirstéttarhagsmunum. Hér að framan
hafa verið tilfærð orð eins af höfuðprestum auðvalds-
ins, þar sem þetta er viðurkennt með blygðunarlausri
bersögli, og hver mundi þurfa framar vitna við?
31