Réttur - 01.03.1941, Blaðsíða 56
þeir að’ vinna að stofnun slíks flokks, meðal ÞjóÖ-
verja þeirra, er þeir náðu til. Ætluðu þeir þannig að
undirbúa jarðveginn að alþjóðlegu sambandi komm-
únista. Hugðust þeir að leggja til grundvallar vísi
þann, er fyrir var að sósíalistiskum samtökum, en þau
voru um margt erfið viðfangs, einkum vegna fræði-
legs glundroða. Marx og Engels skiptu þannig verk-
um, að Engels annaðist fyrst og fremst áróðurshlið-
ina, en Marx þá fræðilegu. Fór Engels í þessu skyni
til Parísar, og hitti þar stórskáldið þýzka Heinrich
Heine og franska hugsæissósíalistann Etienne Cabet.
Komu þeir á laggimar kommúnistiskum félagsskap í
borginni. Voru þátttakendumir flestir þýzkir hand-
iðnarmenn, sem vom mjög fjölmennir í París og
höfðu haft þar sósíalistiskan félagsskap sín á milli.
Þeim Marx varð þó fremur lítið ágengt um stofn-
un kommúnistafélaganna. Stjómmálaöngþveiti hið
mesta ríkti um alla álfuna. Byltingaraldan reis jafnt
og þétt meðal smáborgaranna, sem höfðu orðið af-
skiptir við kjötkatla auðvaldsins, og verkalýðurinn
fylgdi þeim fast á hæla. Engels hafði oft bent á þetta
í greinum er hann ritaði fyrir blöð enskra chartista.
Báðum var þeim Marx og Engels ljóst að hér þurfti
að hraða framkvæmdum, annars mundi byltingaald-
an renna út í sandinn. Byltingamenn yröu að hafa
öflug samtök sín á milli til þess að standa markvissir
í baráttunni. Var þessum málxnn komið svo langt
1847, að þá var boðað til ráðstefnu með félögum þess-
um í London, til þess að skipuieggja kraftana og vera
viðbúnir byltingunni. Á ráðstefnu þessari var stofn-
aður félagsskapur sá, er nefndist Kommúnistabanda-
lagið (Bund der Kommúnisten) og segir svo í bráða-
b'irgðastefnuskrá þess: „Takmark bandalagsins er að
steypa valdi borgarastéttarinnar og koma á yfirráð-
um öreiganna, afnám gamla, borgaralega þjóðskipu-
lagsins, sem byggt er á stéttaandstæðum og stofnun
56