Réttur


Réttur - 01.03.1941, Page 10

Réttur - 01.03.1941, Page 10
Á Siglufirði hækkaði grunnkaupið um 10—15% og voru þó launakjörin á Siglufirði betri en á nokkr- um öðrum stað á landinu. Á Húsavík var dagkaup í almennri vinnu hækkað upp í sama kaup og í Reykjavík, en kaup í skipavinnu er miklu hærra þar nyrðra. Á Noröfirði var grunnkaupið hækkað um 9% og auk þess bætist 25% álag á dýrtíðaruppbót þá, sem miðast við vísitölu hagstofunnar. Fjöldi smærri verkalýðsfélaga víðsvegar um landið hækkaði grunnkaupið verulega, jafnvel um 20—30 af hundraði og sum meira. Flest iðnfélögin í Reykjavík náðu nokkurri grunnkaupshækkun og auk þess ýmsum kjarabótum. En svo kemur ranghverfan. í Vestmannaeyjum heldur Alþýöuflokkurinn uppi verkfallsbrjótafélagi og eru meölimir þess mestmegnis verkstjórar. Verkamönnum Vestmannaeyja hefur ekki enn tekizt að vinna bug á verkfallsbrjótafélagi þessu, sem nýtur stuðnings Alþýðusambandsins. Sama gegnir um Akureyri. Á þessum stöðum er eng- in von til þess að verkamenn fái rétt hlut sinn fyrr en klofningsmennimir verða að lúta í lægra haldi og verkalýðssamtökin sameinast. Versta útreið fengu þó stóru félögin í Reykjavík, Sjómannafélagið og Dagsbrún. Þrátt fyrir hinn gífurlega stríðsgróða hélzt grunnkaup togarasjómanna óbreytt, en lifrarhlutur hækkar nokkuð. Grunnkaup Dagsbrúnarmanna hélzt einnig óbreytt. Á sömu leið fór í Hafnarfirði. Nú er svo komið, að kaup verkamanna á Siglu- firði er 16 aurum hærra um klukkustund en í Reykja- vík í almennri dagvinnu, en 43 aurum hærra í skipa- vinnu. Á Húsavík er skipavinnukaupið 44 aurum hærra en í Reykjavík. Víðar á landinu hafa verka- menn farið fram úr Reykvíkingum. Þetta eru furðulegar staðreyndir og næsta ótrú- 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.