Réttur


Réttur - 01.05.1967, Síða 1

Réttur - 01.05.1967, Síða 1
Það kreppir nú að í íslenzku atvinnulífi. Auðvaldsskipnlagið sýnir enn, að það er samt við sig. Eftir yfirborðsvelgengni, kemur nú verðhrun og að- kenning kreppu. Voldugir auðhringar ætla að leysa liana á kostnað hinna smáu: Alþýðustétta, smárra atvinnurekenda, — eins og flestir íslenzkir eru, — og smárra þjóðfélaga, er auðhringarnir ætla að nema til arðráns, — eins liins íslenzka. Við þurfum nú að ræða vandann, einnig vorra eigin samtaka. Það þarf að ræða frjálst um leiðir, setjast á rökstóla, kryfja til mergjar. Enn mun skil- greining Marx á auðvaldsþjóðfélaginu verða oss til nokkurrar leiðbeiningar, þótt aldargömul sé. „Auðmagnið“ kom út 1867. En á oss sjálfa reynir að finna þær lausnir við vandamálum vorra tíma, er duga. Kosningar eru nýafstaðnar, sögulegar og merkilegar. „Réttur“ vill og ræða þær og aðstoða við að draga af þeim rétta lærdóma. Forn og ný vandamál krefjast umræðu og lausnar, innlend og erlend. Látum oss hjálpast að við að ræða þau, leysa þau. Gerum „Rétt“ að góðum vettvang, vönduðu vopni til slíks. Þær viðtökur, er hann fékk í hinu nýja formi, vekja bjartsýni. Vestmannaeyjar sendu t. d. 47 nýja áskrifendur í einu lagi. Hafi þeir þökk og taki aðrir þá sér lil fyrirmyndar. -

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.