Réttur - 01.05.1967, Side 3
DUGAR
„E Y STEINSKAN44
BJARNA?
Alhyf'lisverðasta staðreynd þessara kosninpja
er tap Sjálfstæðisflokksins. IJessi stærsti stjórn-
málaflokkur landsins heið slíkt afhroff, að
hann hefur óklofinn aldrei hlotið lægri hlut-
fallstölu síðan hann var stofnaður, — eða
37.5%. Árið 1953 var talan 37.1%, en þá
hafði Lýðveldisflokkurinn, sem var beinlínis
Muti úr honum, 3.3%. En annars hefur hlut-
fallstala Sjálfstæðisflokksins verið á milli
38.5% og 48%. Árið 1963 hefur flokkurinn
dl.4%, svo að það er hvorki meira né minna
tíundi hluti kjósenda, sem yfirgefur hann
‘l þessum fjórum árum. Ef þannig héldi áfram
•'íEst, en verkalýðsflokkarnir héldu í horfinu.
Kíetu jieir samanlagt orðið sterkari en Sjálf-
stæðisflokkurinn, — en það er aðstaða, sem
nokkurn verkalýðssinna hefði vart dreymt um
fyrir kosningar.
Þetta vaxandi vantraust kjósendanna á
flokknum er ekki aðeins uppreisn gegn stefnu
l'ans og stjórnarháttum. Eað er og í ríkum
mæli vantraust á hinni nýju forystu hans, eink-
um hinum volduga, harðgera formanni, sem
hirtist hér ótvirætt. Hið undarlega er, að nú-
verandi formenn Sjálfstæðis- og Eramsóknar-
flokksins hafa háðir sömu höfuðeiginleikana
sem sterkasta þátt í persónugerð þeirra: Hörk-
una, dugnaðinn og harðfylgina.
En svo stórum flokki sem Sjálfstæðisflokkn-
um verður ekki haldið saman með harðstjórn
eysteinskunnar einni saman, en sú er einmitt
aðferð hins nýja leiðtoga.
I‘að var pólitískt afrek að halda saman svo
sundurleitum flokki sem Sjálfstæðisflokknum
eins vel og lengi og Olafi Thors tókst. Slíkt
hefur engum ihaldsflokki á Norðurlöndum
auðnast. Olafur var upphafinn yfir þann smá-
sálarska]) og smásmugulegu kaupmennskuað-
stöðu, sem einkennir ýmsa flokksforingja.
Hann var i senn djarfur við að taka upp nýja
stefnu. ef þess var þörf, og höföinglegur í
samningum. Og hann þekkti þær efnahagslegu
aðstæður og mótsetningar í þjóðfélaginu.
einnig innan yfirstéttarinnar, sem hver íslenzk-
ur stjórnmálaleiðtogi þarf að kunna skil á, ef
einhver auðna á að fylgja starfi hans. Og lil
viðbótar þessum eiginleikum kom svo glettni
hans og gamansemi, sem brá ógleymanlegum
hlæ á stjórnmálaferil hans. I’ess vegna þótti
flokksmönnum hans vænt um hann og dáðust
að honum — og þaÖ gerði Olafi auðveldara
að halda flokknum saman. En Bjarna óttast
þeir, þótl þeir meti mikils dugnað hans og
harðfylgi.
59