Réttur - 01.05.1967, Síða 4
IJað væru því eflir þessar kosningar meiri
möguleikar en nokkru sinni fyrr, að Sjálfstæð-
isflokkurinn færi hægt og sígandi að tapa, —
ef andstæðingar hans kunna að reka skyn-
samlega sljórnmálastefnu. En til þess þyrfti
vissulega að verða mikil hreyting á pólitik
þeirra. Og hægt mun það ganga að rýra fylgi
íhaldsins, því hagsmunir fjölmennrar sérrétt-
indastéttar halda flokknum saman og sérrélt-
indaaðstaða sú, sem flokkurinn hefur skapað
sér í þjóðfélaginu, — einkum með gífurlegri
áróðursaðstöðu og öflugu fésvsluvaldi, — er
mjög rótgróin.
FLOKKSHARKA
FRAMSÓKNAR
Ulkoma Framsóknarflokksins vekur undr-
un. Flokkurinn hafði þá ákjósanlegustu að-
stöðu, er hugsast gal, eftij- klofninginn í Al-
þýiðuhandalaginu. Og áróðurinn var sterkur
og vonir flokksins miklar. En þær hrugðust
gersamlega.
Framsóknarflokkurinn hefur nú staðnað, —
að vísu á hæstu hlutfallstölu, sem hann hefur
fengið, rúmum 28%, — en staðnað. (1967:
28.1; 1963 28.2). Hann vekur ekki traust
kjósenda frekap en orðið er. Máske er hann
húinn að kalla of oft „úlfur. úlfur,“ til að
hræða fyrir kosningarnar, — og gerast svo
úlfur sjálfur að kosningum loknum.
Framsóknarflokkurinn þarf að taka alla sína
afstöðu og stjórnmálastefnu til endurskoðun-
ar, ef hann á að hafa gæfu lil að verða hlut-
gengur um mótun vinstri stjórnmálastefnu á
Islandi, sem hann vissulega vegna valds síns,
stærjðar og sterks skipulags. hefur allar for-
sendur til.
Flokkurinn þart að gcfa upp sinn forno stór-
veldisdraum, að verða aftur EINN hinn voldugi
stjórnmólaflokkur ó Islandi, sem hann eitt sinn var.
Hann þarf oð gera það upp við sig, að hann
ætli héðan af að vera vinstri flokkur, — en ekki
tv.istigandi hægri-vinstri valdabraskari.
Hann þarf að fara að lita ó sig sem jafningja
verkalýðsflokkanna, — þótt stærri sé, — reiðubú-
inn til samstarfs en ekki yfirdrottnunar.
Þetta þarf ekki að verða eins erfitt fyrir
Framsókn, eins og virzt gæli við fyrstu sýn.
Meirihlutinn af fylgi Framsóknar er nú orð-
ið í bæjum landsins, þar af verulegur hluti
launafólks. En margt þeirra bænda, er fylgir
flokknum í afskekktum landshlutum, er hins
vegar meðal tekjulægsta alþýðufólks i landinu.
Uppruni þess hugsjónaarfs, sem hezlu fylgj-
endur flokksins enn eiga, er í þjóðernissinn-
aðri ungmennafélagshreyfingu lslands og al-
þjóðlegri samvinnuhreyfingu gegn ofurvaldi
auðdrottna.
I>að verður ókleift til lengdar fyrir fésýslu-
vald Framsóknarflokksins að halda fylgi
flokksins að því hlutverki að vera varaskeifa
verzlunarauðvaldsins í Reykjavík til kúgunar-
aðgerða gegn verkalýðshreyfingunni.
Framsóknarmenn þurfa nú að ákveða sjálfir
eftir þessi úrslit, hvort þeir álíta betur hæfa
flokki sínum að reyna enn — árangurslaust —
að brjótast fram til þess að verða á ný voldug-
ur. skeikull og tækifærissinnaður droltnari
vinstri hreyfingar á íslandi, eins og fyrir ald-
arþriðjung, — eSa reyna að gerast raunsær
þátttakandi þjóðlegrar vinstri hreyfingar við
hlið jafnrélthárra verkalýðsflokka.
I>að ræður örlögum í íslenzkum stjórnmál-
um, hvernig þessi endurskoðun Framsóknar-
manna á afstöðu og stefnu flokks þeirra tekst.
Undir árangri hennar er það komið, hvort
aftur tekst, vonum fyrr, að skapa grundvöll
þjóðlegrar og róttækrar ríkisstjórnar á Is-
landi.
Tekst Framsóknarflokknum að vinna bug á
þeirri vægðarlausu eiginhagsmunahörku.
þeirri flokkslegu þröngsýni og smásmugulegu
kaujimennskuaðstöðu, sem einkennt hefur
flokkinn í viðskiplum hans við alla aðra flokka
og gert hann hverjum samstarfsaðila hvim-
leiðan?
Oft er þessi afstaða kennd við hinn lnáð-
duglega, harðfylgna og heiðarlega fotmanii
60