Réttur - 01.05.1967, Qupperneq 13
stjórnleysi, skipulagsleysi og ringulreið, —
sem ríkisstjórnin kallar „frelsi og framtak,“ —
er slíkt óhugsandi.
IJað kostar því harða og vægðarlausa har-
áttu fyrir launafólk að halda núverandi lífsaf-
komu. 1 þeirri ]>arátlu dugar enginn afsláltur.
ffaldi alþýðufjölskyldur ekki núverandi árs-
tekjum, vofir yfir þorra þeirra missir eigna
sinna, íhúðarhúsnæðis og annars.
I^að, sem ekki vannst í þingkosningunum
vegna klofnings Alþýðubandalagsins, verður
nú að vinnast í hörðum átökum utan þings.
Það er höfuðverkefni verklýðshreyfingar-
innar að húa sig undir þau átök. Valdhafarnir
sýna nú þegar með gerðardómslögunum,
hvaða leið þeir hugsa sér. Þeir herrar, er hafa
þrælalöggjöf að hugsjón, gerast æ hugrakkari
að kosningum loknum.
En verkalýður Islands þarf að sýna þeim nú
sem í nóvemher 1063 að sú leið er þeim lokuð.
Það gelur hann með því að standa allur sem
einn í þeirri baráttu fyrir fullri atvinnu, sem
framundan er, — allur sem einn maður að
þeim kauphækkunarkröfum, sem orðnar eru
óhjákvæmilegar, og láta engan klofning, enga
undanlátssemi við valdhafana komast þar að.
Mótun stórhuga, djarf'rar og róttækrar
stjórnmálastefnu til að leiða þjóðina, er hið
mikla verkefni, sem bíður.
Ef Alþýðuhandalagið eignast þann stórhug,
er Sósíalistaflokkurinn hefur sýnl á beztu
stundum starfsæfinnar og öðlast þá víðfeðmi
úl á við og sveigjanleik samfara stefnufestu
inn á við, sem þarf til þess að virkja aðra
vinstri flokka tii róttæks þjóðlegs stjórnarsam-
starfs, — þá er von til þess að takast megi að
brjóta að nýju blað í sögu lslands. — Frum-
hlaup Framsóknar, er hún sleit vinstri stjórn-
inni 1958, befði þá aðeins kostað alþýðu
landsins einsáratugs alturhaldsstjórn — og
væri það vel sloppið.
En allir sósíalistar og aðrir, sem í Alþýðu-
bandalaginu eru, verða að gera sér ljóst, að
á þeim hvílir fyrsl og fremst ábyrgðin að hafa
framlak og foryslu um að skapa skilyrðin lil
umskiptanna miklu: nýrrar sóknar alþýðu
fram lil belri. kjara og frelsis, þegar spilaborg
braskaravaldsins tekur að hrynja og hnefi er-
lenda auðvaldsins að ógna meir en orðið er.
Þá reynir á að berjast og sigra.
69