Réttur - 01.05.1967, Síða 16
hug að þarna væri dansleikur. en svo kom bíl-
stjórinn óbeðinn með aðra skýringu.
„Það er þetta pakk, sem er að veiðum í ánni
hér sunnan við,“ sagði hann. „Það fyllist hér
allt af j)ví um helgar.“ Hann hristi höfuðið
og pilturinn furðaði sig á hvað hann gæti
hafl við það að athuga að fólk renntli fyrir
fisk. Hann hafði sjálfur gaman af þessari
íþrótt, enda nokkuð laginn við að fiska. „Ætli
þau geti holað okkur niður einhvers staðar.
Það kalla ég einslakl, ef þau geta það.“ And-
skotans rápið á þessu slengi úr hænum.“ Bíl-
stjóranum var auðheyrilega mjög uppsigað
við laxveiðimennina.
Þeir óku í hlað og hinn reiði bilstjóri þeytti
flauluna í ákafa. Yfir dyrum hússins voru
skrautlcgar gosdrykkjaauglýsingar, og undir
glugga stóð gulur stampur, ætlaður fyrir rusl.
Að innan barst kórsöngur þar sem bver söng
með sínu nefi í þess orðtaks fyllstu merkingu.
Einhver lék undir á gítar af umdeilanlega
mikilli leikni. Á hlaðinu var ýmiss konar rusl
á flækingi, súkkulaðibréf, heil appelsína og
forsíða af kunnu sakamálatímariti, sem hét
blátt áfram MORfi. Þeir biðu enn drykklanga
stund, en ekki varð séð að neinn befði tekið
ef'tir komu þeirra.
„Hverslags er þetta? Hvað hugsar það?“
Rílstjórinn flautaði á ný. Svo greip hann allt
í einu treyjuna sína. sem lá við hlið hans og
pílturinn hafði hafl undir höfðinu. þegar hann
lagðist til svefns.
„Bíddu hérna, — ég kem svo að segja strax
aftur.“ Hann snaraðist út, smeygði sér i treyj-
una oí> stikaði að skáladyrunum. Hann sveifl-
aði höndunum, þegar hann gekk. Um leið og
hann kom að dyrunum voru þær opnaðar og
maður birtist í gættinni. Pilturinn sá hann
aðeins óljóst, en taldi víst að þetta væri veit-
ingamaðurinn. Þeir tveir þekktust auðsæilega
strax og sá fyrrnefndi lók meira að segja ofan
gulu húfuna. Þeir töluðu lengi saman og einu
sinni sneri bílstjórinn sér við og benti til
bifreiðarinnar. Líklega var hann að segja frá
að þeir væru tveir og þyrftu á gistij)lássi að
halda. Bak við manninn í dyrunum birtist
nú kona í bláum kjól. Það hlaut að vera
frammistöðustúlkan.
Bílstjórinn kom nú til baka og opnaði bíl-
dyrnar. Hynn var léttari á brún en áður, fann
eldspýtustokk í vasa sínum og kveikti í síga-
rettustubbnum, sem hann var enn með milli
varanna. „Komdu út,“ sagði hann og dró
annað augað í pung, þar sem honum súrnaði
í augum af reyknum. „Þau ætla að hola okk-
ur einhvers staðar niður. En liklega fáum við
ekki herbergi saman. Það hefur víst fyllt hús-
ið að mestu, pakkið úr bænum.“ Síðan gengu
þeir báðir í átt lil dyranna. Það var blæja-
Iogn og reykurinn frá skorsteini hússins stóð
beint upp í sumarnóttina. I sjónhendingu tók
pilturinn eftir að svarti fólksbillinn stóð enn
við benzíndæluna. Inni í honum mátti greina
þrjá menn, sem voru að tala saman.
Veitingamaðurinn var nú horfinn inti til
gesta sinna, en konan, sem pilturinn sá nú
að var aðeins ung stúlka, beið eftir þeim. Hún
sneri sér við og ællaði að ganga inn á undan
þeim, þegar bílstjórinn greip um mittið á
henni og hallaði sér niður að eyranu á henni.
„Elskarðu mig enn. Metta?“ sagði hann i
stríðnistón, og kitlaði hana um leið. „Þú veizt
að ég er alltaf að hugsa um þig.“ Stúlkan
hljóðaði og roðnaði upp í hársrætur. Nokkra
stund tókust þau á, hún klóraði og gerði sig
liklega til að bíta, en hann gnísti tönnum og
kitlaði hana í eldmóði. Stúlkan var að kafna
úr hlátri. „Ertu villaus, Guji. llvað ertu að
hugsa, maður, hí-úúú, — hvað heldurðu
að ....“
Um síðir sleppti bílstjórinn takinu og þau
gengu inn langan gang að viðamiklum dyr-
um úr dýrum viði. Gegn um stóra rúðu á
hurðinni með sandblásinni mynd af víkinga-
skipi á, mátti sjá hóp af fólki, sem sat í hálf-
rökkri kring um stóran arinn. Stúlkan stundi
og andvar]>aði, gjörsamlega eftir sig. vegna
kerskni bílstjórans, og um leið og hún opnaði
dyrnar sendi hún honum þóttafulll augnatil-
lit: „Skárri er það nú bölvaður asninn,“
72