Réttur


Réttur - 01.05.1967, Side 35

Réttur - 01.05.1967, Side 35
Á hvern hótt teljið þér að alþjóðleg byltingar- hrcyfing eigi að svara sívaxandi ógengni heims- valdasinna, einkum Bundarikjumanna í Vietnam? Heimsvaldastefnan ákvarðast at eðli sínu. Svo er um allt, gott og illt. Við flokkum ekki heims- valdasinna i volduga og smáa — öll þau öfl sem vega að frelsi og þjóðfélagsréttlæti eru heimsvalda- sinnuð í okkar augum. Það sem er að gerast i Viet- nam er af sama toga spunnið og það sem á sér stað i öðrum löndum. Nágrannaland okk.or — svokall- að Portúgalska Ginea — sætir loftárásum dag eft- ir dag. Aiþýðunni er meinaður allur réttur til að ákveða örlög sin. I Rhodesiu og Suður-Afriku rikir fasismi. Þegar nazistcr hrifsuðu til sin völdin i Þýzkalandi skipulögðu framfarasinnuð öfl i heim- inum baráttu gegn fasismanum. Fasistaaðferðir að þýzkri fyrirmynd eru daglegir viðburðir í Rhodesíu og Suður-Afríku. Lýðræðissinnuð blöð heimsins af- hjúpa daglega ofbeldi heimsvaldasinno, en það ætti að vera meira um ákveðnar og skeleggar aðgerð- it gegn þessum ofsóknum á mannlegan virðuleik. I öllum álfum heims eru heimsvaldasinnar í striði við fólkið. Þeir eru allsstaðar árásaraðili, en lýðræðisöflin í vörn. Heimsvaldasinnar hafa alls- staðar frumkvæðið. Þetta er sársaukafull staðreynd sem leiðir af sér kröfu um ákveðnari mótspyrnu þegar í stað gegn yfirgangi heimsvaldasinna. I Suðaustur-Asiu stendur styrjöld þjóðfrelsishreyfing- arinnar gegn bandarískum heimsvaldasinnum sem vilja viðhalda skiptingu Vietnam og halda her- bækistöðvum sinum þar. I Suður-Ameríku heyr al- þýðan baráttu gegn þessum sömu heimsvaldasinn- um. Samskonar átök eru að hefjast i Afriku. Kjarn- orkusprengjur, napalmsprengjur, byssur eða rýt- ingar til manndrápa gerir engan eðlismun — glæp- urinn er einn og hinn sami. I þessu máli mun okkur qreina á við marga framfarasinnaða flokka. Við teljum imperialismann í sókn en lýðræðisöflin i vörn. Þessu þarf að gefa meiri gaum og móta aðgerðir i samræmi við það . . . HvaS teljið þér helx*- til að stöðva sókn heims- valdasinna? Það er fyrst og fremst verkefni hinnar byltingar- sinnuðu heimshreyfingar. Þar eru ríki sósialismans í forustu. Þau ráða yfir miklu pólitisku, efnahags- legu, hernaðarlegu, tæknilegu og menningarlegu afli. I öðru lagi er það verkalýðurinn í ekki-auð- valdslöndunum, lýðræðisöflin í auðvaldslöndunum og nýlenduþjóðirnar. A herðum þessara aðila hvílir baráttan gegn höfuðóvininum -— imperíalisman- um . . . Það er mikið undir þvi komið, að barátta okkar sé rétt byggð upp og skipulögð. Samtök heimsvaldasinna eru sterk. Þrátt fyrir nokkurn hagsmunaágreining innbyrðis veit allur heimurinn að i herbúðum þeirra er raunveruleg samstaða . . . Það er óhætt að fullyrða, að byltingarsinnar hafa meira þjóðfélagsafI sín megin og eiga auðveldara með að safna liði um sinn málstað Málstaður heimsvaldasinna er ofbeldið einbert, en byltingar- hreyfingin er reist á sögulegum, félagslegum og pólitiskum sannleika . . . Hinn sósialíski heimur verður að gera allt sem hægt er til að ná einingu. Það er staðreynd að nú- verandi sundrungarástand hefur veikt stöðu hans, og heimsvaldasinnar nctfært sér þennan ágreining. Hinn sósíalíski heimur er forustusveit byltingar- innar, en ekki eina byltingaraflið, Það er skylda forustusveitarinnar við sjálfa sig að gera það sem í hennar valdi stendur til að efla byltingarhreyf- inguna í heiminum, og þar veltur á mestu að koma á einingu allra þeirra afla sem berjast gegn heims- valda- og nýlendustefnu. Sérhvert stig sögunnar hefur sin boðorð ... Oll barátta gegn heimsvaldastefnunni treystir á stuðn- ing hins sósíalíska heimshluta. Hann þarf þvi að verða samhentari, einn hugur og einn likami, tengsl hons við önnur lýðræðisöfl ríkari og nánari. Astand- ið i heiminum er þannig að ekkert land getur ver- ið óhult fyrir ógnunum og ofbeldi heimsvaldasinna. Þrátt fyrir sameiginlega fundi kommúnistaflokk- anna í sósialisku rikjunum er orðið timabært að koma á alþjóðlegum samtökum lýðræðisafla og andstæðinga imperialismans i öllum heiminum. Ef hin sósialisku ríki hafa forgöngu um heimsþing I þessum tilgangi hlýtur það að leiða af sér nýja og öfluga þjóðfélagsvitund, tilfinningu fyrir þvi mikla afli sem andstæðingar heimsvaldasinna eiga yfir að ráða . . . 91

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.