Réttur


Réttur - 01.05.1967, Síða 43

Réttur - 01.05.1967, Síða 43
„Sameigskan" Hið íslenzka slúdenlaíélag var formlega stofnað 1871, en reisti eftir 1874 tilveru sína á rústum Kvöldfélagsins. Vakníng sú sem Kvöldfélagið stóð að má heita afreksverk þegar þess er gætt hve aldar- farið var iítilsiglt og iítt móttækilegt fyrir menníngarlegum framförum eftir aldalánga bælíngu. Fundarefni félagsins eru oftlega mál sem varla eða ekki höfðu verið rædd liérlend- is á þeim tíma og komu ekki á dagskrá fyrr en síðar, sum laungu síðar. Þekkíng Kvöldfé- laga á þeim kann í mörgu tillili að liafa verið grunnfærin; þess her þó að gæta þegar liLið er á fundagerðir félagsins að það sem haft er eftir mönnum er afar ágripskennt og ber oft á digur- og svigurmælum fremur en rökstudd- um málflutníngi, einsog oft vill við brenna þegar hiti er í umræðum og ritari má liafa sig allan við ef eitthvað á að verða hókað. En snertíngin við þessi framandlegu málefni hef- ur ef til vill verið mönnum aflvaki til fleiri hluta en þá hefur grunað. Séra Eiríkur Briem har fram á Alþíngi 1887 frumvarp til laga um styrktarsjóði handa alþýðufólki, og var þegar sakaður um að hreiða út „sameigsku;“ en þess er að minnast að hann var einmitt andmæiandi á kvöldfundinum forðum þegar uppreisnarseggurinn Jón Olafsson hrópaði: „Eg er sósíalisti, emancipationisti, rationalisti etc. og þykir æra af því öllu sainan. . . .“ (Meginheimildir: Gerðabækur Kvöhlfélagsins (Lbs. 686—689, 4to), auk Norðurfara, dagbókar Gísla Brynjúlfssonar, Þáttar Sigurðar málara eftir Lárus Sigurbjömsson, Ljóðmæla Krisljáns Jónssonar 1872, o. fl.).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.