Réttur


Réttur - 01.05.1967, Page 51

Réttur - 01.05.1967, Page 51
samræmlngu hagsmuna heildar og einstaklinga í þróuðu sósíalísku ríki. Mikil vinna var lögð i þetta V.'ð undirbúning þingsins og var árangur hennar lagður til grundvallar ákvörðunum í sambandi við framtíðarþróun efnahagsmála um langt árabil. Aðaláherzla verður að sjálfsögðu lögð á hráefna- og orkuframleiðslu. DDR mun taka sem drýgstan þátt í efnahagssamvinnu tog alþjóðlegri verkaskipt- ingu og þá fyrst og fremst við hin sósíalisku ríki. A áratugnum 1970-1980 kemur til sögunnar stórfelld vélvæðing og sjálfvirkni, viðtæk notkun tölva, stóraukin verður notkun gerviefna og eigin- leikar þeirra endurbættir. Hagnýting kjarnorku kemur til skjalanna. Höfuðnauðsyn er að bæta áætlunargerð. Til langs tima verða áætlaðir aðeins helztu þættir. Þær á- *tlanir verða svo framkvæmdar i áföngum með oákvæmari áætlun til skemmri tima. Lögð var á- herzla á samvinnu við framleiðendur um áætlana- 9erð. Verða þeim og gefnar miklum mun frjálsari hendur. Þingið taldi áætlunargerð höfuðþátt i sósíaliskri efnahagspólitík, en varaði við vanmati á hlutverki e^arkaðarins. Þarfir þjóðfélagsins eru vissulega um- ^angsmeiri en þarfir markaðarins, en ,,þeir, sem cbki fullnægja þörfum markaðarins, geta ekki full- nægt þörfum þjóðfélagsins/' sagði Walter Ulbricht. A þessu ári eiga lágmarkstekjur að hækka úr 220 í 300 mörk og allar tekjur undir 400 mörkum hækka. Þessar kjarabætur munu ná til um 800 Þusund manns. i september verður komið á 5 daga Vinnuviku. Lágmarksorlof hækkar í 15 daga. A næsta ári hækka lágmarkseftirlaun úr 120 i 150 oiörk. Frá 1. júlí fá stórar fjölskyldur auknar upp- bætur. Aíþjóðamál Sem fyrsta friðelskandi þýzka rikið telur DDR Þoð köllun sina að vinna öllum árum að viðhaldi friðar og samvinnu þjcða i milli, draga úr spennu 1 ‘-hÞicðamálum og standa á verði gegn árásarfyrir- ætlunum vesturþýzkra og bandarískra heimsvalda- S|nna, stuðla að lýðræðislegri þróun og skapa hag- kvæm skilyrði til uppbyggingar sósialisma og kommúnisma, Bonnstjórnin er nú sú eina í Evrópu, sem hefur uppi landakröfur. Utanrikispólitík hennar hefur beðið skipbrot, og því hefur stjórn Kiesingers og Strausss tekið upp „sveigjanlegri" stefnu, þótt hún haldi fast við kröfuna um að vera hinn eini lögmæti fulltrúi þýzku þjóðarinnar allrar. Þvi er þátttaka DDR á jafnréttisgrundvelli i öryggissamtökum sósíaliskra Evrópurikja svo nauðsynleg. DDR hefur æ reynt að koma á eðlilegum sam- skiptum við Vestur-Þýzkaland. W. Ulbricht endur- tók tilboð sin úr nýársboðskap sinum um að bæði þýzku ríkin taki upp eðlileg samskipti, hafni vald- beitingu, viðurkenni núverandi landamæri Evrópu, lækki hernaðarútgjöld sin um 50% og afsali sér yfirráður eða hlutdeild i yfirráðum yfir kjarnorku- vopnum i hvaða mynd sem er. Þingið lagði til, að forsætisráðherra DDR og kanslari Sambandslýðveld- isins hittust til viðræðna og tækju fyrstu sporin i samkomulagsátt. Þessar kröfur koma mjög heim við kröfur lýð- ræðisaflanna i Vestur-Þýzkalandi. Þingið lagði á- herzlu á stuðning við þessi öfl í baráttu þeirra gegn skerðingu lýðræðis og tilræðum við félagslega á- vinninga verkalýðsins og W. Ulbricht gat sérstak- lega nauðsynjar þess, að verkalýður beggja rikjanna stæði sameinaður i baráttu fyrir friði, lýðræði og eðlilegum samskiptum rikjanna. Hvatti þvi þingið sósíaldemókrata til að ganga til samvinnu um sam- eiginlega hagsmuni. Viðstaddir á þinginu voru fulltrúar frá 67 kommúnista- og verkalýðsflokkum og lýðræðis- flokkum hinna nýfrjálsu rikja. Sósialiski Einingarflokkurinn hvatti til þess á þinginu, að sem fyrst yrði haldin alþjóðleg ráðstefna til að herða baráttuna gegn afturhaldi en fyrir lýð- ræði og sósíalisma. W. Ulbricht lét í Ijós sérstakar þakkir fyrir þá alhliða aðstoð, er Sovétríkin hefðu jafnan veitt DDR, og þingið sýndi fram á nauðsyn sem nánastrar samstöðu með öðrum rikjum Varsjárbandalagsins, sér i lagi Póllandi og Tékkóslóvakiu. Þá fordæmdi þingið valdatöku hersins i Grikk- landi og krafðist þess, að pólitískir fangar væru látnir lausir. 107

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.