Réttur


Réttur - 01.05.1967, Síða 62

Réttur - 01.05.1967, Síða 62
ERLEND VÍÐSJÁ SKÆRUHERNAÐUR í BOLIVÍU Vietnam dregur eðlilega og verSskuldað að sér athygli heimsins í dag: þar brennur hinn ameríski friður — pax americana — heitast, þar fremur hann sína augsýnilegustu glæpi. En bandarískur imperíalismi vinnur sín ann- arlegu friðarstörf víðar en í Vietnam. Með því að styðja til valda í flestum löndum latnesku i Ameriku ríkisstjórnir gósseigenda og borgara sem halda þessu víðlenda meginlandi í greip- um eymdar og sjúkdóma. kveikir hann upp- reisnarbál, sem tendrast öðru hverju í bylt- ingu. I greininni hér á eftir er gerð tilraun til að meta horfur byltingarbaráttunnar sem ör- snauðar þjóðir latnesku Ameriku hafa háð leynt eða ljóst áratugum saman gegn innlendu afturhaldi og bandarískum imperíalisma og riú er háð með skæruhernaði í fjórum löndum: Guatemala, Perú, Kolombíu og Bolivíu. Síðast kviknaði skæruhernaðurinn i Bolivíu. i apríl sl. Almennt er talið að hann sé að veru- legu leyti ávöxtur af skipulagningarstarfi ,.Che“ Guevara sem yfirgaf ráðherrastól sinn á Kúbu fyrir tveim árum til þess að helga starf sitt baráttunni á meginlandinu. An beinnar aðstoðar kommúnista- og trotskistaflokks landsins mun honum hafa tekizt að koma á samvinnu smábænda og tinnámumanna sem láta hinum fyrrnefndu í té dýnamit. Petta er i fyrsta sinn sem slík samvinna tekst í verki með sveitaaljrýðu og verkamönnum i Bolivíu og er það hald manna að hún geti orðið skeinuhætt hinni bandarísku leppstjórn Barri- entos og hershöfðingja hans. Húsbændurnir i Washington brugðust a. m. k. skjótt við og sendu sveit þúsund úrvalshermanna banda- rískra, sem notið hafa sérstakrar jijálfunar i gagnbyltingarhernaði gegn skæruliðum í Viet- nam og latnesku Ameríku, til þess að slökkva eða einangra skæruhernað Guevara við Cam- 'irihérað, Jrar sem harðir bardagar geisuðu í apríl- og maímánuði. Pað er sagt, að vitund mannsins geti spann- að allan heiminn og ómælisvíðáttur rúmsins. I reynd er spennivídd hennar fjarska takmörk- uð. Eða hversu örðugt eigum við, dekurbörn offitu- og neyzlumenningar, ekki með að setja okkur fyrir hugarsjónir lífsskilyrði og hug- arfar jress meirihluta mannkyns sem hefur skortinn fyrir daglegan fylginaut? Kannski færumst við eilítið nær vettvangi jress við ])á vitneskju að til eru ungir Evrópumenn sem finna ekki lífi sínu fyllingu í hinum tvískipta heimi efnalegra gnægta og almenna skorts — og spyrja sjálfa sig: Eflir að hafa sigrazt á skorti efnisins, hverl ber þá að stefna, hver er )>á mannshugsjónin? Er ])að kappsmál okkar að hinn „fordæmdi“ hluti mannkynsins öðlist hlutskipti okkar, hinna söddu neyzlu])ræla, og ekkert annað? Fréttin um handtöku eins þeirra, Frakkans Régis Debray, í fyrrnefndu Camirjhéraði í 118

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.