Réttur


Réttur - 01.05.1967, Qupperneq 62

Réttur - 01.05.1967, Qupperneq 62
ERLEND VÍÐSJÁ SKÆRUHERNAÐUR í BOLIVÍU Vietnam dregur eðlilega og verSskuldað að sér athygli heimsins í dag: þar brennur hinn ameríski friður — pax americana — heitast, þar fremur hann sína augsýnilegustu glæpi. En bandarískur imperíalismi vinnur sín ann- arlegu friðarstörf víðar en í Vietnam. Með því að styðja til valda í flestum löndum latnesku i Ameriku ríkisstjórnir gósseigenda og borgara sem halda þessu víðlenda meginlandi í greip- um eymdar og sjúkdóma. kveikir hann upp- reisnarbál, sem tendrast öðru hverju í bylt- ingu. I greininni hér á eftir er gerð tilraun til að meta horfur byltingarbaráttunnar sem ör- snauðar þjóðir latnesku Ameriku hafa háð leynt eða ljóst áratugum saman gegn innlendu afturhaldi og bandarískum imperíalisma og riú er háð með skæruhernaði í fjórum löndum: Guatemala, Perú, Kolombíu og Bolivíu. Síðast kviknaði skæruhernaðurinn i Bolivíu. i apríl sl. Almennt er talið að hann sé að veru- legu leyti ávöxtur af skipulagningarstarfi ,.Che“ Guevara sem yfirgaf ráðherrastól sinn á Kúbu fyrir tveim árum til þess að helga starf sitt baráttunni á meginlandinu. An beinnar aðstoðar kommúnista- og trotskistaflokks landsins mun honum hafa tekizt að koma á samvinnu smábænda og tinnámumanna sem láta hinum fyrrnefndu í té dýnamit. Petta er i fyrsta sinn sem slík samvinna tekst í verki með sveitaaljrýðu og verkamönnum i Bolivíu og er það hald manna að hún geti orðið skeinuhætt hinni bandarísku leppstjórn Barri- entos og hershöfðingja hans. Húsbændurnir i Washington brugðust a. m. k. skjótt við og sendu sveit þúsund úrvalshermanna banda- rískra, sem notið hafa sérstakrar jijálfunar i gagnbyltingarhernaði gegn skæruliðum í Viet- nam og latnesku Ameríku, til þess að slökkva eða einangra skæruhernað Guevara við Cam- 'irihérað, Jrar sem harðir bardagar geisuðu í apríl- og maímánuði. Pað er sagt, að vitund mannsins geti spann- að allan heiminn og ómælisvíðáttur rúmsins. I reynd er spennivídd hennar fjarska takmörk- uð. Eða hversu örðugt eigum við, dekurbörn offitu- og neyzlumenningar, ekki með að setja okkur fyrir hugarsjónir lífsskilyrði og hug- arfar jress meirihluta mannkyns sem hefur skortinn fyrir daglegan fylginaut? Kannski færumst við eilítið nær vettvangi jress við ])á vitneskju að til eru ungir Evrópumenn sem finna ekki lífi sínu fyllingu í hinum tvískipta heimi efnalegra gnægta og almenna skorts — og spyrja sjálfa sig: Eflir að hafa sigrazt á skorti efnisins, hverl ber þá að stefna, hver er )>á mannshugsjónin? Er ])að kappsmál okkar að hinn „fordæmdi“ hluti mannkynsins öðlist hlutskipti okkar, hinna söddu neyzlu])ræla, og ekkert annað? Fréttin um handtöku eins þeirra, Frakkans Régis Debray, í fyrrnefndu Camirjhéraði í 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.