Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 2

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 2
SJÁLFSSTJÓRN ÍSLENDINGA Á EFNAHAGSLÍFINU I Viðreisnin er hrunin. Potemkin-tiöldin, sem Morgunblaðið málaði fyrir kosningar, eru fall- in. En þau höfðu dugað til að falsa hugi kjós- enda í krafti íjölmiðlunaráhrifanna. Fólkið hafði í viðreisnar-vímunni kosið yfir sig heima- tilbúna kreppu og atvinnuleysi án þess að vilja það. Um 2000 manns eru þegar atvinnulausir. 10% lífskjaraskerðing þegar framin. Kaldur veruleikinn, sem hulinn var bak við blekkingatjöldin í kosningunum, blasir nú við hverjum manni. Við íslendingar lifum enn í frumskógi auðvaldsskipulags, þar sem þeir smáu eru troðnir undir, ef þeir hafa ekki vit og samtök til að verjast. Uppgangsskeið og kreppuástand skiftist á í kapítalismanum sem forðum. Og þegar kreppuástand hefst, velta auðhringar stórveldanna afleiðingunum yfir á alþýðuna og smáríkin, ef þau hafa ekki vit á að verja sig. Viðreisnarvíman fer nú eigi aðeins að renna af því alþýðufólki launastéttanna, er lét íhaldið blekkja sig til fylgis, og af verkafólki Alþýðu- flokksins, er trúði fagurgala blekktra leiðtoga. Skyldi ekki viðreisnarvíman líka fara að renna af þeim atvinnurekendum íslenzks sjáv- arútvegs og iðnaðar, sem sjá nú framan í ó- hulið fésið á þeim afturgöngum, er þeir hjálp- uðu til að vekja upp 1959? Þá heimtuðu vissir forkólfar úr þessum stéttum ,,allt frjálst", engin afskifti ríkisins, — og ríkisfyrirtækin framseld „frjálsa framtakinu". — Nú riða þessir frelsis- postular á gjaldþrotabarmi eftir 7 viðreisnarár, beztu afla- og verðlagsár, sem yfir ísland hafa komið, — hafa fengið um 40% gengislækkun og krefjast þar að auki 350 milljón króna styrks úr ríkissjóði minnst, til þess að skrimta. Er ekki tími til kominn fyrir þessa menn að fara að hugsa um hverskonar stefnu þeir hafi fylgt í öll þessi ár? II Það voru hagspekingar úr skóla engilsax- neska alþjóðaauðvaldsins, sem gerðust leið- beinendur íslenzkrar borgarastéttar og hún trúði þeim fyrir örlögum sínum. Hún hélt að ofsagróði og yfirráð yfir öllum ríkisfyrirtækjum væri á næsta leyti, ef hún aðeins aðhylltist frelsið á alþjóða vettvangi. Inntak stefnunnar var: að alþjóðlegt auð- magn og viðskiftalögmál þess skyldu ráða á íslandi sem annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Og 182

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.