Réttur


Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 3

Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 3
íslenzku atvinnurekendurnir héldu að alþjóða- auðhringirnir væru einhverjir englar, sem bara elskuðu blessað „frelsið", — en ekki villidýr, sem træðu þá undir fótum, ef þeir ekki gleyptu þá. Nú eru þeir — og þjóðin öll — farin að finna fyrir því að láta þetta alþjóða-auðvald og lög- mál þess stjórna okkur, — í staðinn fyrir að stjórna okkur sjálfir. Og er það þó aðeins for- smekkurinn, sem við finnum ennþá. Það er nýlendustefnan í nýrri mynd (neokol- onialismi) sem ísland er að kynnast. Einkenni þeirrar stefnu er að lönd eru lögð undir alþjóð- legt auðvald og efnahagslögmál þess látin ráða þar, en þeim lofað að vera „stjórnskipu- lega" sjálfstæðum. Það þýðir: að opna þau fyrir arðráni hringanna, fjárfestingu og öðrum efnahagslegum ítökum, svo þeir geti neytt yf- irburða sinna og lagt hina smáu, „innfæddu" atvinnurekendur að velli eða gert þá að laun- uðum þjónum sínum („umboðsmenn" erlendra hringa). Þar með fá hinir erlendu aðilar að- stöðu til að velta atvinnuleysi, kreppufyrir- brigðum og öðrum fylgjum auðvaldsskipulags af sér yfir á „nýju nýlendumar" í formi lækk- aðs verðs á hráefnum o. s. frv. Það var þessi innlimunar- og nýlendustefna sem fólkinu var boðuð undir grímu „frelsisins". III Hvernig stendur á því að meirihluti þjóðar, sem hefur verið kúguð sem nýlenduþjóð í sex aldir, lætur blekkja sig til að aðhyllast svona stefnu, þó undir fölsku flaggi sé? Því stóðu eigi stéttir hennar á verði — og þá fyrst og fremst valdastéttin? íslenzk borgarastétt hafði aldrei forystu í frelsisbaráttunni við Dani. Það gerðu bændur og menntamenn. Islenzk verklýðshreyfing gat 1944 hrifið meirihluta íslenzkrar borgarastéttar, — og þá fyrst og fremst fulltrúa sjávarútvegs og iðnað- ar, — með sér til stórfelldrar efnahagslegrar framsóknar og sjálfstjórnar. Alþjóðlegt auð- vald kæfði þá viðleitni síðar með Marshall- afskiptum og fyrirskipunum Alþjóðabankans. íslenzkur verkalýður og bændur hefðu getað fetað á ný veginn til efnahagslegrar sjálfstjóm- ar eftir 1956, ef forustumenn Framsóknar hefðu ekki fyrst í skammsýni sinni afneitað öllum áætlunarbúskap og sprengt síðan ríkisstjóm þessara stétta og þar með afhent borgarastétt- inni alla aðstöðu á ný. En hver er orsök þess að þessi borgarastétt stendur svo illa á verði um hagsmuni sína sem íslenzkrar borgarastéttar sem raun ber vitni um? íslenzk borgarastétt hefur vissulega frá því hún varð tll, sýnt sig í því að reyna eftir megni að heyja sína stéttabaráttu við íslenzka alþýðu og nota ríkisvaldið óspart í því skyni, en af hverju liggur hún hundflöt fyrir því er- lenda valdi, sem ógnar sjálfstæðri tilveru henn- ar? Til þess liggja ýmsar orsakir og skal greina nokkrar: 1. íslenzk borgarastétt hefur litla þjóðarerfð í þessu sambandi sem fyrr getur. Hún hefur ekki vanist því að líta á erlent auðvald sem hættulegan andstæðing, er varast þurfi. 2. Borgarastéttin er fámenn — eins og þjóðin. Hún telur aðeins 2—3000 manns. Það skal mikið til að svo fámennur hópur líti á sig sem sérstaka stétt gagnvart auðmannastéttum ann- arra þjóða og megni að eignast svo góða leiðtoga úr svona litlum hóp, að þeir geti skap- að henni þá reisn, er til slíks þarf. 3. Borgarastéttin er klofin í andstæða hags- munahópa: a. Atvinnurekendur í útgerð og fiskiðnaði. Þeir ættu eðlilega fyrst og fremst að vera full- trúar sjálfstæðrar stefnu, er krefðist þess að viðskiptapólitík landsins miðaðist við að tryggja markaði fyrir fiskafurðir. En fæstir þeirra hugsa sjálfstætt um stjómmál. Aðalá- huginn er að pína styrki út úr ríkinu vegna vit- lausrar viðskiptastefnu ríkisstjórnarinnar, en ekki að breyta viðskiptastefnunni. b. Iðnrekendur í íslenzkum neysluiðnaði. Þeir ættu og, ef allt væri með felldu, að vera fylgjandi því að íslendingar stjórnuðu efna- 183

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.