Réttur


Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 4

Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 4
hagslífi sínu sjálfir og einir, en lótu ekki inn- lima það í stóra heild og drepa þannig. En einnig þeir láta margir blekkjast af fagurgal- anum um frelsið, sem reynist þeim síðan sem helgríma sú, er leiðir íslenzku iðnaðarfyrirtæk- in til slátrunar. Og ýmsir taka þá þann kost að gerast innflytjendur erlends vamings, m. ö. orðum umboðsmenn þess erlenda auðvalds, sem þeir crttu að keppa við. Hjá iðnrekenda- stéttinni í heild hefur og skort skilning á nauð- syn þess að koma á samstarfi, sameiginlegum rekstri í eins stórum stíl og íslenzkur markaður þolir, til þess að geta hagnýtt alla tækni sem fullkomnast og komist sem næst því að vera samkeppnisfærir við erlenda iðnjöfra. Vissu- lega skal viðurkennt að ekki er hægt f svo fá- mennu landi sem voru, að ná því að framleiða vissar iðnaðarvörur jafn ódýrt og hægt er með fullkomnum stórrekstri stórþjóða. En þá verð- um við bara að hafa þá vöru dýrari hjá okkur en erlendis, ef það er nauðsynlegt til þess að tryggja öllum íslendingum fulla atvinnu. Og svo verður að öðru leyti að bæta þjóð vorri það sem hún kann að missa þannig í verð- lagi vegna smæðar sinnar, atvinnuöryggis og sjálfstæðisvilja, með því að stjórna henni af meira viti og réttlæti en öðrum þjóðum er stjórn- að — og það ætti einmitt smæð þjóðar vorrar að auðvelda. c. Verzlunar- og íésýsluvaldið er sterkasti að- ilinn í íslenzkri borgarastótt, á Morgunblaðið og hefur aðaláhrifin í Sjálfstæðisflokknum. Og þessi stétt er mestöll beinlínis umboðsmenn er- lendra auðhringa. Hún hefur ekki áhuga fyrir efnahagslegri sjálfstjórn íslands ,heldur bein- línis fyrir innlimun landsins í stærri efnahags- heildir. Og hún gerir sér ekki ljóst að eyði- legging sjávarútvegs og iðnaðar grefur grunn- inn undan þjóðarbúinu, heldur trúir á að er- lent auðvald muni halda hér uppi „mátulegri" atvinnu. — Það er vegna valda og áhriía þessa hluta borgarastéttarinnar, að hægt var að blekkja meirihluta þjóðar og þings til að að- hyllast hina skaðlegu innlimunarstefnu og leiða ísland að nýju inn á nýlendubrautina. Það er hlutverk hinnar pólitísku forystu 184 Sjálfstæðisflokksins að annast hagnýtingu þessarar borgarastéttar á ríkisvaldinu og ríkis- bönkunum: sjá um stöðuga verðbólgu fyrir fé- sýslumennina (og láta blöð sín kenna verka- lýðnum um), — koma á gengislækkun fyrir sjávarútveginn, þegar verðbólga fésýsluvalds- ins ætlar að drepa hann, — hagræða styrkjum úr ríkissjóði, þegar gengislækkun ekki dugar, m. ö. orðum: ræna launastéttirnar, sparifjár- eigendur og ríkisbankana eftir mætti, til þess að reyna að skapa hér rika borgarastétt. Þró- unin hefur hinsvegar orðið sú að hin pólitíska forysta hefur í vaxandi mæli verið að losna úr tengslum við atvinnurekendur í sjávarútvegi og iðnaði, en orðið æ meir einskonar ,,há-em- bættisvald", er studdist við heildsala- og fé- sýslustéttina og setti í sífellt ríkara mæli allt sitt traust á erlent auðvald og tengsl við við- skiptasamsteypur Vestur-Evrópu. Þessi pólitík Sjálfstæðisflokksins er sjálfs- morðspólitík fyrir íslenzka útgerðarmenn og iðnrekendur. Ef þeir rísa ekki upp gegn henni og knýja fram breytingu eru þeir að dæma sig til dauða sem sjálfstæða íslenzka atvinnurek- endur. Það myndi jafngilda því að íslenzk borgarastétt gæfist upp við að stjóma landinu sem sjálfstæðu landi og aðhylltist innlimun þess í stórriki: Verzlunar- og fósýsluvaldið og háembættismenn þess fylgja þegar þeirri póli- tík — og ef hinir eiginlegu atvinnurekendur svo gefast upp, þá er uppgjöf borgarastéttar- innar fullkomin. Hinsvegar er það skammsýni og vesaldóm- ur af atvinnurekendastéttum útgerðar og inn- lends iðnaðar að gefast þannig upp. Þeim stendur alltaf til boða samstarf við verkalýð og launafólk allt, svo og bændur, um að gerbreyta um stjómarstefnu og taka upp pólitík er tryggi rekstur hinna þjóðlegu atvinnuvega og efna- hagslega sjálfstjóm íslendinga. IV Frumskilyrði þess að þjóð vor öll geti í nútíð og framtíð lifað í þessu landi er að hún geti haft fulla vinnu við atvinnuvegi þjóðarinnar. Undir-

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.