Réttur


Réttur - 01.11.1967, Side 8

Réttur - 01.11.1967, Side 8
vitað að berjast á báðum sviðum, — því „fag- lega'" og pólitíska, — og með báðum vopnum: verklýðssamtökunum og atkvæðaseðlinum. Hann stefnir að hvorttveggja í senn: að gera verklýðssamtökin sem voldugust vopn og ná sem mestum áhrifum á ríkisvaldið. Hann verð- ur að samræma baráttu sína á báðum sviðum og samhæfa vopnin. Hann verður eftir mætti að hindra borgarastéttina í að kljúfa fylklngu al- þýðunnar. Og jafnframt verður hann að kapp- kosta að fá þann hluta borgarastéttarinnar.sem á allt undir eflingu og vemd íslenzkra atvinnu- vega (útgerð og fsl. iðnað) til samstöðu við sig gegn erlendum auðhringum og erindrekum eða bandamönnum þeirra. Vinstri armur verklýðshreyfingarinnar, — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið, — hefur með 30 ára baráttu og forystu í alhliða stétfabaráttu umskapað lífskjör íslenzkra launa- stétta frá því, er þar áður var, — og varið á- vexti erfiðra sigra eftir mætti. Afturhaldið í borgarastéttinni lætur hinsveg- ar einskis ófreistað til þess að revna að ná ýmsum áhrifamönnum í verklýðshrevfingunni undir áhrif sín, gera þá sér eftirláta, — draga þá vfir í hægri arm hreyfinaarinnar. Ýmiskon- ar þjóðfélagsafstaða og skoðanaágreiningur er undirrót mótsetninganna. En oft er á þann á- greinlng aukið með markvissum spillingarað- ferðum valdhafa. Uoohefð stendur þá oft til boða b°im, er bug- ast láta í baráttunni. Þátttaká í rík'sstióm veik- ir mótstöðuafl sumra gegn borgaralegum freist- ingum. Stundum er jafnvel af hálfu borgara- legra forvstumanna leikið á strengi hégóma- skanar í brjósti ýmissa le'ðtoaa. revnt að ala með þeim einskonar dýrkun á eigin ner- sónu — og þannig reynt að ná tökum á ein- stökum le'ðtoaum og sundra oa snilla sam- heldni alþvðu. Og þegar mikið bvkir við liggja er svo kommúnistagrýlan dregin fram úr fvlgsnum sínum til að auðvelda sumum leið- togum uppgjöfina. En í allrisinniviðurelgnviðhægriarminnþarf vinstri armur verklýðshreyfingarinnar ætíð að vera minnugur þess að takmarkið er að vinna þennan arm, — fylgjendur og foringja, — til samstarfs, — losa hann undan borgaralegu áhrifunum, — fá hann til að samfylkja með sér í stéttabaráttu alþýðunnar. Það er hægt, því launafólkið í þeim armi hefur sömu hagsmuna að gæta og hitt, er þeg- ar stendur í broddi fylkingar vinstra megin. Og jafnvel í brjósti foringjanna flestra „berjast sálir tvær", — þó einstaka séu að vísu frá upp- hafi glataðir. Þótt öflug séu áhrif frá afturhald- inu, er annarsvegar togar í leiðtoga þessa, — þá eru hinsvegar tryggðaböndin við verkalýð þann, er þeim fylgir, oft svo sterk, að ef hann vinnst til samstarfs, þá fylgja foringjarnir með. Alhliða beiting alls þess valds, sem verka- lýðurinn ræður yfir, faglegs og pólitísks, er frumskilyrði sigursins. Hver, sem reynir að sundra því afli eða draga úr beitingu þess, vinnur í þjónustu afturhaldsins, — óafvitandi eða vitandi vits. Vér stöndum á miklum vegamótum. Samfara sigri í kaupgjalds- og atvinnuleysisbaráttunni, verður að fara fram umsköpun þjóðfélagsins, hin mesta síðan 1944. í stað þess að halda aft- ur á bak niður á nýlendustígið og fela ís- land erlendum auðhringum á vald, — þá ligg- ur nú fyrir að brjótast brautina fram til sjálf- stjómar fslands í efnahagsmálum, félags- hyggju og samstarfs í þjóðlífinu í stað stjórn- leysis og baráttu allra gegn öllum. Það er hið mikla þjóðlega verkefni verklýðs- hreyfingarinnar, — með vinstra arm sinn í broddi fylkingar, — að sameina eigi aðeins allt launafólk, heldur og atvinnurekendur hinna þjóðlegu atvinnugreina og þar með bændur — um að fara þessa leið, brjóta þessa braut sjálfstæðis og afkomuöryggis. A því að það takist geta örlög íslands oltið. Einar Olgeirsson. 188

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.