Réttur - 01.11.1967, Síða 9
ÍSRAEL
ARABAR
Mótsetningarnar milli Ísraelsríkis og Araba
eru nú einhverjar djúptækustu í veröldinni,
einkum eftir sex daga stríðiS í júní 1967.
Að lítt athuguðu máli hafa menn tilhneig-
ingu til að taka afstöðu með ísrael, þótt það
sé viðurkennt sem árásaraðili. Er þar þyngst
á metunum samúðin með Gyðingum, eftir þá
ægilegu útrýmingarherferð, sem sá hrausti og
merki þjóðflokkur þoldi af hálfu nasista. En
það verður að brjóta þetta mál til mergjar út
frá því sjónarmiði, hvernig tryggja megi til
frambúðar: tilveru Ísraelsríkis, frið og vaxandi
samstarf með Gyðingum og Aröbum og sjálf-
stæði Arabaþjóða.
Stofnun Ísraelsríkis
Ísraelsríki var stofnað með ákvörðun Sam-
einuðu þjóðanna í nóvember 1947. Samkvæmt
þeirri ákvörðun skyldi skifta Palestínu í tvö
ríki, efnahagssamband væri á milli þeirra í
þeim tilgangi að sameina þau síðan í eitt ríki.
Síðan var Ísraelsríki stofnað 14. maí 1948.
Stríð hófst við Araba, sem ekki viðurkenndu
ríkið. ísrael sigraði og lagði undir sig lönd
langt út fyrir það, sem Sameinuðu þjóðimar
höfðu úthlutað. Hundruð þúsunda Araba urðu
að flýja lönd sín. Það flóttamannavandamál
er þá varð til, veldur enn ægilegum erfið-
leikum. Árlega hafa Sameinuðu þjóðirnar sam-
þykkt áskorun á ísrael að leyfa þeim Aröbum,
er þess óska, að hverfa til heimkynna sinna,
en greiða þeim skaðabætur, sem ekki óska
þess. En stjóm ísraels lætur þau tilmæli sem
vind um eyru þjóta. Eftir árásarstríðið og land-
vinninga ísraels í júní 1967 hefur svo allur
þessi vandi aukist og margfaldast.
ArSrániS á Aröbum
Lítum svo til Arabalanda. Þar er um tvenns-
konar lönd að ræða hvað stjórnarfar snertir:
Einveldi miðaldakonunga og ríkisstjórnir fram-
farasinnaðra þjóðbyltingarmanna.
En öll eru þessi lönd byggð fátæku fólki,
mest bændum, rík að auðlindum, einkum olfu,
en arðrænd af alþjóðlegu olíuhringunum, sem
múta hinsvegar einvaldsherrum vel.
Samkvæmt bandarískum skýrslum voru tekj-
ur bandarískra olíuhringa af fjárfestingu er-
lendis 1789 milljónir dollara (rúmar 100.000
milljónir króna). Þaraf er tæpur helmingur frá
Arabalöndunum.
Það er gegn öllu slíku arðráni auðhringa,
189