Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 11

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 11
Vilner, ritari Kommúnistaílokks ísraels og þing- maður í Knesseth, þióðþingi ísrael. Hann og flokkur hans greiddu einir atkvæði gegn árás- arstríði ísraels. Tillögur þær, sem Kommúnistaflokkur hans lagði fram til lausnar deilunni, voru í aðalat- riðum þessar: — ísrael flytji her sinn til fyrri landamæra. —- Samningur sé gerður milli ísrael og Araba, er tryggi tilveru Ísraelsríkis og lögmæt þjóðernisleg réttindi ísraelsþjóð- ar og Palestínu Araba, þar með rétt ara- biskra flóttamanna til að velja á milli rétt- arins til að snúa heim eða fá skaðabætur. — Tryggð sé lýðréttindi í landinu og afnum- ið misrétti það, sem Arabar í ísrael hafa orðið að sæta. Þá er enn fremur lagt til að breytt sé utan- ríkismálastefnu Israel, þannig að grundvöllur skapist fyrir samstöðu og samstarf þeirra og Araba gegn heimsvaldastefnu auðvaldsins. Það á vafalaust langt í land að sættir og vinátta skapist milli þessara andvígu þjóð- flokka. En gott er að góðir sósíalistar í báðum herbúðum byrji að brjóta brautina fram til þeirrar vináttu, sem koma þarf, ef eigi á illa að fara. Slíkir menn sýna þar með sanna al- þjóðahyggju og friðarvilja, en eru um leið að gera, það sem þjóð hvers þeirra þarfnast mest, er til lengdar lætur, ef tryggja skal tilveru henn- ar, frelsi og frið. MEIK VILNER aðalritari Kommúnistaflokks Isra- els og þingmaður í Knesselh, þingi Israelsríkis. — Kommúnistaflokkur ísraels klofnaði fyrir nokkru og er Vilner fyrir þeim flokknum, sem afslöðu tók gegn stríðinu, en fyrir liinum flokknum er Mikunis. Of- stœkismenn í ísrael sýndu Vilner banatilrœði í fyrra. Hlaut iiann all- mikið sár. 191

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.