Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 22
inga á samkomulaginu, jafnvel að taka upp
aftur 10% innflutningstoll.
Þá áskildu Bretar sér ennfremur —, að ef
samkeppnisaðstaða þjóðanna í framleiðslu á
þessum frystu fiskflökum breyttist, þá myndu
þeir endurskoða afstöðu sína.
í þessu lá hótun frá Breta hálfu um að ef
samkeppnisaðstaða Norðmanna breyttist, t. d.
með útvíkkun landhelginnar, þá gætu þeir —
Bretarnir — sagt upp gerðu samkomulagi!
Stokkhólmssamningurinn er í 44 greinum
og fjallar um margvíslega hluti, sem hér verða
ekki raktir. En sérstök athygli skal þó vakin
á 16. grein sáttmálans. Þessi grein fjallar um
rétt þegna og fyrirtækja í einhverju EFTA-
landi til atvinnureksturs í öðru EFTA-landi.
Er greinin öll óljóst orðuð og teygjanleg og
gæti því orðið mjög varhugaverð fyrir okkur
íslendinga.
Ýmisleg önnur atriði í sáttmálanum eru þess
eðlis að brýn nauðsyn er á að fá á þeim nán-
ari skýringar. Þetta er ríkisstjórninni Ijóst og
hefur hún því skipað fjögurra manna nefnd,
samkvæmt tilnefningu stjórnmálaflokkanna,
og er verkefni hennar að kanna niður í kjöl-
inn hverjar skuldhindingar við íslendingar
göngumst undir með þátttöku okkar í EFTA
og svo hinsvegar hver hagnaður okkar yrði.
Nú þegar er þó hægt að benda á ýmislegt,
sem leiðir af aðild okkar að EFTA.
Sem kunnugt er er hlutur íslenzks iðnaðar
í dag mjög bágborinn. Mikill fjöldi iðnaðar-
fyrirtækja hafa ýmist dregið saman segl sín
eða stöðvað rekstur sinn með öllu. Með þessu
hefur skapast verulegt atvinnuleysi í stétt iðn-
aðarmanna og er slíkt óheyrilegt. Ef ísland
gengi inn í EFTA myndi nær því allur íslenzk-
ur iðnaður veslast upp. Myndi þá skapast ó-
hærilegt ástand því þáttur iðnaðar í atvinnu-
lífi okkar íslendinga hefur um skeið verið
geysimikill.
Ef við gerðumst aðilar að EETA þá yrðum
við að nema úr gildi alla verndartolla á margs-
konar varningi. Þessir tollar hafa um mjög
langt skeið myndað einn af meginstofnum
ríkissjóðs. Þegar þessi tekjustofn væri úr sög-
202
unni yrði ríkissjóður að sjálfsögðu að afla
sér tekna á annan hátt. Það er hætt við að sú
leið til tekjuöflunar, sem valin yrði, yrði sölu-
skaltur, einhver ranglátasti skattur sem fyrir-
finnst. Því þar er hvert nef skattað algjörlega
án tillits til efnahags.
Gerðumst við meðlimir í EFTA værum við
að mismuna þeim ríkjum, sem við höfum við-
skipti við. Við höfum nú góða markaði bæði
í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og öðrum
sósíalistískum ríkjum. Sem EFTA-aðilar vær-
um við að beita þessi ríki diskrimineringu.
Frá EFTA-löndunum myndum við flytja
margskonar varning án þess að leggja á hann
tolla, en samskonar vörur frá Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum yrðu tollaðar hér á landi.
Síðast en ekki sízt er rétt að benda á að
framtíð EFTA er allsendis óljós. Bretar og
Danir sækja nú af kappi að því að komast inn
í EBE og lýsa jafnframt yfir, að um leið og
þeir hafa náð því marki muni EFTA verða
lagt niður. Ef við gerðumst aðilar að EFTA
gæti svo farið, að við værum að tjalda til
einnar nætur og ánetjuðumst EBE þegar aðrar
EFTA-þjóðir gengju í það bandalag.
f ræðu og riti er oft talað um Finnland sem
aukaaðila að EFTA. Það er ekki rétt. Árið
1961 mynduðu Finnland og EFTA-Iöndin sjö
hinsvegar með sér sérstakt Fríverzlunarbanda-
lag, s. k. EINN-EFTA.
I stofnsamningi þessa nýja bandalags er
gert ráð fyrir, að Finnar afneini bæði inn-
flutningstolla og aðrar hömlur á ákveðnu að-
lögunartímabili. Nokkrar þýðingarmiklar
vörutegundir eru undanþegnar þessu ákvæði,
t. d. olíu, benzín, kol og áburður. Finnar
sömdu um þessa undanþágu í því skyni að
vernda viðskipti sín við Sovétríkin.
Þá voru í samningnum sérákvæði varðandi
ýmsar iðnaðarvörur, sem Finnar framleiða
sjálfir.
Loks var Finnum heimilað að hafa í gildi