Réttur


Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 34

Réttur - 01.11.1967, Qupperneq 34
ANDRE YANDA ALÞÝÐU- BYLTING í BURUNDI Burundi er smáríki í Mið-Afriku, nágranni Tanzaníu. Það er 27 þús. ferkílómetrar að stærð, íbúar 3 milljónir. 214 Alþýðan í Burundi gerði byllingu í landinu 28. nóvember 1966 og kom á lýðveldi. Það var Þjóðlegi einingar- og framfaraflokkurinn (National Unity and Progress Party = NUPP), sem fyrir byltingunni stóð. Og ólíkt ýmsum þeim umbreytingum, sem nýlega hafa orðið í Afríku, þegar afturhaldssöm öfl hafa bylt framfarastjórnum, þá var í þetta skifti erindrekum nýlenduveldanna steypt af stóli, en fulltrúar alþýðu komust til valda. Burundi var áður belgísk nýlenda. NUPP var stofnað 1959. Stofnandinn var höfðingi að nafni Louis Rvvagasore, mikill ættjarðarvinur og góður leiðtogi, hvað eftir annað fangelsaður af belgísku yfirvöldunum. Ilugsjón NUPP var sjálfstæði og stefna til sósíalisma. Það var NUPP, sem knúði fram kosning- ar undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Þær fóru fram 18. september 1961. NUPP vann stórsigur. Rwagasore varð forsætisráðherra. En 13. október var hann myrtur að undirlagi afturhaldsins og nýlenduherranna. En flokkur- inn hélt baráttunni áfram og 1. júlí 1962 öðl- aðist Burundi sjálfstæði. (Áður hét landið oft Urundi og voru þá tvö ríki tengd saman: Ruanda-Urundi). 18. september 1962 var Bur- undi tekið í Sameinuðu þjóðirnar sem sjálf- stætt ríki. Afturhaldinu tókst síðan með allskonar véla- brögðum og klofningi á NUPP að ná völdum. En þeir, er til valda komust, voru spilltir menn og eigingjarnir, er hugsuðu aðeins um að auðgast á þjóðinni. NUPP starfaði nú af miklum þrótti á laun, afhjúpaði ríkisstjórnina og undirbjó byltingu. Náði flokkurinn miklum áhrifum í hernum og hjá æskunni. Þess vegna tókst byltingin 1966 og þjóðbyltingarráð var sett á stofn undir forystu Michel Micombero. Nú hafa verklýðsfélög, kvenfélög og æsku- Iýðsfélög tekið til starfa af miklum þrótti. Byrjað hefur verið á að skipuleggja sam- yrkjubú. Vinnur flokkurinn og ríkisstjórnin nú að því að koma á almennum félagslegum framförum í landinu.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.