Réttur - 01.11.1967, Page 35
NEISTAR
Fjallræðan
„Annaðhvort getur Fjallræðan
stjórnað þessum heimi eða hún get-
ur það ekki. Djöfullinn hefur rétt
lil þess að stjórna, ef við látum
hann gera það, en liann hefur eng-
an rétt til að kalla stjórn sína
kristna menningu."
John Boyle O'Reilly
(írsk frelsishetja).
Auðmagnið
„Auðmagnið er mjög djarft, ef
það fær viðeigandi gróða. Ef það er
öruggt um 10%, mun það hvarvetna
beita sér; ef 20% eru örugg, verður
auðmagnið ákaft; með 50% verður
það fífldjarft; ef 100% eru í boði
traðkar það öll mannleg lögmál
undir fótum; og — ef 300% gróði
er framundan, þá er ekki til sá
glæpur, sem það myndi hika við né
sú áhætta, sem það ekki tæki, jafn-
vel þó hætta væri á að eigandi auð-
magnsins yrði hengdur.
P. J. Dunning, brezkur verklýðs-
félagaleiðtogi, fulltrúi fyrir borg-
aralega verkamannapólitík. —
Tilvitnun hjá Karli Marx í
„AuSmagninu".
Málstaður
„Er sósíalisminn draumur?
Hann er ekki draumur, heldur
málstaður; menn og konur hafa
dáið fyrir hann, ekki fyrr á öldum,
heldur á okkar tímum; þau eru í
fangelsum fyrir hann, þræla í nám-
um, eru í útlegð, verða öreiga vegna
hans; trúðu mér, þegar menn þola
slíkt vegna drauma, þá rætast þeir
að síðustu.“
William Morris.
Ranglæti
„Ég stend aldrei upp til að á-
varpa fund þeldökkra manna án
þess að skammast mín fyrir minn
eigin litarhátt, skammast mín fyrir
að vera af mannflokki, sem hefur
framið svo mikið ranglæti."
William Lloyd Garrison,
bandariskur brautryðjandi
fyrir afnómi þrælahaldsins.
Markalínur
„Að því leyti, sem það vaxðar
oss, held ég að það sé slæmt ef ein-
hver maður, stjórnmálaflokkur, her
eða stefna verður ekki fyrir árásum
óvinanna, því að það mundi vera
til marks um það, að vér hefðum
að fullu og öllu hrapað niður á stig
óvinanna. Það er gott, ef óvinirnir
ráðast á oss, því að það sannar að
vér höfum dregið skýrar línur milli
vor og þeirra. Það er enn betra, ef
óvinirnir ráðast að oss með ofsa og
lýsa oss sem svörtum sauðum, sem
ekkert gott verður um sagt. Það
sýnir að vér höfum eigi aðeins dreg-
ið skýrar markalínur milli vor og
þeirra, heldur og að vér höfum náð
talsverðum árangri í verki.“
Mao-Tse-Tung
Frelsi
„12. ágúst spurði ég háttsettan
starfsmann í utanrfkisráðuneytinu
(U.S.A.) hvort ríkisstjórn Banda-
ríkjanna myndi sætta sig við árang-
ur frjálsra kosninga, ef kommún-
istar ynnu þær. Svarið var þetta
orðrétt: „Spurning yðar er ekki
raunhæf (,,realistic“). Ef kosningar
eru raunverulega frjálsar, þá getur
sigurinn ekki fallið kommúnistum í
skaut, því raunverulega frjálsir ein-
staklingar geta ekki greitt kommún-
islum atkvæði. Ef sigurinn fellur
kommúnistum í skaut, þá er það af
því kosningamar eru ekki raun-
verulega frjálsar, og þá getum við
vart sætt okkur við árangurinn.“
Philippe Devillers, franskur
sagnfræðingur í Viet Report
í janúar 1966.
r
Utrýming
„Sannir byltingarmenn hóta aldrei
heilli þjóð með útrýmingu ... Við
höfum skýrt og ótvírætt tekið af-
stöðu gegn stefnu Ísraelsríkis, en
við neitum ekki tilverurétti þess.“
Fidel Castro.
Meðan miklir byltingarmenn eru
á lífi, hafa yfirstéttirnar ætíð ofsótt
þá vægðarlaust og mætt kenningum
þeirra með algerum fjaldskap, æðis-
gcngnu hatri og ósvífnustu rógburð-
arherferðum. Að þeim látnum er
hinsvegar venjulega reynt að gera
þá að saklausum dýrlingum, — taka
]iá eiginlega í helgra manna tölu, —
og vefa dýrðarljóma um nafn þeirra
eins og til sátta við kúguðu stéttim-
ar og til þess að blekkja þær, en
reyna svo um leið að draga allan
þrótt og reisn úr byltingarkenning-
um þeirra og slæva byltingareggina.
Lenín.
215