Réttur - 01.11.1967, Side 37
Ejvind Riisgaard, danskur vinstri sósíalisti,
sem skrifað hefur bók um deiluna í S. F.
(„Konflikten i S. F.“), sem kom út í nóvember
1967, spáir svo fyrir afleiðingunum af klofn-
ingi S. F.:
1. Verklýðsmeirihlutinn tapast, S. F. missir
fyrri ávinning hvað þingsæti snertir, en sósíal-
demókratar vinna ekki á.
2. Sósíaldemókratar taka aftur upp horg-
aralegri stefnu.
3. Dönsk verklýðshreyfing „fagleg“, verður
af einstöku tækifæri til meiri pólitísks þroska.
4. Lýðræðið í Danmörku glatar tækifæri til
endurnýjunar og aukins vilja til að verja þjóð-
arheildina.
5. Dönsk verklýðshreyfing mun tapa mögu-
leikum sínum á þessari öld til að setja sósíal-
ismann á dagskrá.
Fyrri hlutinn af „spádómi“ hans hefur þeg-
ar rætzt. Látum oss vona að dönsk sósíalistísk
verklýðshreyfing læri það fljótt af hvernig
fór, að meira rætist ekki.
En íslenzk verklýðshreyfing má einnig af
því læra: hve sterkur vinstri armur er henni
nauðsynlegur, — hve róttæk stjórnarstefna er
óhjákvæmileg, ef verkalýður og starfsfólk fær-
ir flokkum sínum völd, — hve klofning er
hættuleg, — og hver ógæfa of sterk embættis-
mannaklíka sósíaldemókrata getur verið.
SPÁNSKIR
STÚDENTAR
í desemberbyrjun 1967 héldu 5000 stúdent-
ar fund í háskólanum í Madrid. Þeir kröfðust
m. a. þess að:
1. Prófessorar, sem útilokaðir hafa verið frá
háskólanum ævilangt,taki á ný uppkennslu.
2. Fangelsaðir stúdentar séu látnir lausir og
málaferli gegn öllum stúdentum, sem kærð-
ir eru fyrir myndun samtaka, séu látin nið-
ur falla.
3. Lýðræðissamtök þeirra séu viðurkennd.
Lögregla fasista fangelsar æ fleiri stúdenta,
en hreyfingin breiðist út að sama skapi til
annarra háskóla. Stúdentar í Barcelona, Sala-
manca, Valencia, Zaragoza, Valladolid, Na-
varra og víðar hafa látið samúð sína í ljósi.
Fjöldi prófessora hefur tekið eindregna af-
stöðu með stúdentunum. Frelsishreyfingin
gegn fasistastj órn Francos vex í sífellu.
KOMMÚNISTAR
A
SPÁNI
Spánski Kommúnistaflokkurinn er sterkasta
aflið á Spáni í baráttunni við Franco. Flokkur-
inn vill umfram allt að komið verði á lýðræð-
isstjórn á Spáni. í blaði flokksins „Mundo
Obero“ er 20. des. 1967 birt mikil ályktun
frá framkvæmdanefnd flokksins. Þar lýsir
hann ástandinu og hinni brýnu þörf og miklu
möguleikum á því að láta fasistastjórnina fara
frá, og hvetur til einingar lýðræðisaflanna um
að koma á aftur lýðræði á Spáni. Um leið og
flokkurinn undirstrikar hina miklu nauðsyn
á félagslegum endurbótum á slæmum kjörum
spánskrar alþýðu, lýsir hann yfir því, að
hann muni þó ekki gera þær umbætur að úr-
slitaskilyrði fyrir samstarfi, heldur setur að-
eins eftirfarandi skilyrði til algers samstarfs:
1. Komið sé á stjórnmálafrelsi fyrir alla
án undantekningar.
2. Almenn sakaruppgjöf fyrir pólitíska
fanga og útlaga.
3. Kosning stjórnlagaþings til að ákveða
um framtíðarstjórnarfar á Spáni.
Flokkurinn kveðst andvígur konungsstjórn
og fylgjandi lýðveldi, en það yrði þjóðin sjálf
að útkljá í frjálsum kosningum. Konungssinn-
ar og lýðveldissinnar gætu þar keppt á jafn-
réttisgrundvelli og hver, sem tapaði, yrði að
hlíta vilja þjóðarmeirihlulans. En allir and-
stæðingar núverandi fasistastjórnar yrðu að
koma saman, hve ólíkar skoðanir, sem þeir
svo hefðu á framtíðarstjórnarfari Spánar, og
217