Réttur


Réttur - 01.10.1981, Qupperneq 7

Réttur - 01.10.1981, Qupperneq 7
hér tilfærðu baráttuvísu eru áhrifin frá , ,dialektik” Hegels ljósari en annars í íslenskunt skáldskap: hvernig „ástandið” getur af sér mótsetningu sína, sú þróun í andstæðum, sem Marx einnig lærði af Hegel. Kvæði þetta er ort 1870, einmitt þegar mótsetningarnar innanlands á íslandi, færast mjög í vöxt. En það skírskotar ekki aðeins með eld- móði sínum til kynslóðarinnar, sem varð að heyja hörðustu baráttuna við danska valdið. Árið 1935, — þegar breska og þýsk-nasíst- iska yfirdrottnunarstefnan ógnaði íslandi, — þá vildi svo til að Karlakór verkamanna, ágætur söngflokkur tengdur Kommúnista- flokki íslands, gaf út „söngva alþýðu” undir Sönukvcrirt frá 1935. F áninn cr aurtvilaö rauöiir á frum- 'nyndinni! fyrirsögninni „ Vakna þú ísland” og fremsta ljóðið í þeirri söngvabók var : „Nú vakna þú ísland, við vonsælan glaum”, — á undan sjálfum alþjóðasöng sósíalista. Einnig til þeirrar róttæku kynslóðar, sem stæltist í baráttunni við kreppunni, efldi stórhug sinn og baráttuþrek í átökum við nasismann, skírskotaði Steingrímur Thor- steinsson, heilli öld eftir fæðingu sína og lagði henni ljóð sín á vör, — því þá var sung- ið fullri raust og af eldmóði í kröfugöngum og á hverskonar fundum. Þannig lifir baráttusöngvarinn og þjóð- frelsisskáldið í þeim kynslóðum, sem koma löngu á eftir honum, — ekki síður en róman- tíski söngvarinn unaðslegi. II. Embættismannaklíkan og afstaða Steingríms Þeir embættismenn, sem stjórnuðu íslandi í umboði danska valdsins, höfðu hrikalega há laun, enda álitu þeir sig flestir hátt upp- hafna yfir „sauðsvartan almúgann”, sem bjó við sult og seyru. Samanburður við nú- tímann sést m.a. af því, að þegar Alþingi i kringum 1952 ákvað ráðherrum 90 þús. kr. árslaun, — og var það hækkun frá því sem verið hafði, — þá var upplýst í frumvarpi að þeim launalögum að fyrir aldamót hefði biskupinn yfir íslandi haft það sem svaraði — 286 þús. kr. árslaunum miðað við þessi 90 þúsund. Og ekki munu hinir æðstu „verald- legu” embættismenn hafa haft minna. — Það var máske skiljanlegt út frá því að erfitt hefur verið að eyða þessu, að jafnvel yfirhöf- uð Kristindómsins fengist við það að okra á peningum, til þess að láta þá þó koma að notum! Steingrímur Thorsteinsson var hatram- lega andsnúinn þessari há-embættismanna- stétt. Hann var sannfærður um að hún væri 183

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.