Réttur


Réttur - 01.10.1981, Síða 13

Réttur - 01.10.1981, Síða 13
grímur hefur orðið fyrir og vafalaust kynnt Þorsteini, þá er það enganveginn óhugsandi að þau áhrif hafi og borist til Þorsteins — og þótt Kveldfélagið væri nú dautt þá lifir minningin um parísarkommúnuna líka á Islandi. Vafalaust eigum við íslenskir sósíalistar að einhverju leyti Steingrími það að þakka, hví- líkur brautryðjandi sósíalismans Þorsteinn varð, þó danskir félagar og alþjóðlegt um- hverfi leggi þar smiðshöggið á að móta þann mæta mann. Og það hvernig Þorsteinn nefn- ir ,,Morgun ” og ,, Vorhvöl” í „Minni Stein- gríms” áttræðs 19. maí 1911 sannar (eins og Hannes Pétursson einnig minnist á) hve sterk og ævilöng sú „herhvöt” var, er Þorsteinn þakkaði Steingrími. IV. ,,En ánauð vér hötum, því andinn er frjáls hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls.” Steingrímur Thorsteinsson mótast á því skeiði 19. aldar, er franska borgarabyltingin hafði brotið einokun konunga, aðals og kirkju og rutt hinu andlega frelsi braut, sem þessi máttarvöld áður hnepptu í viðjar. Og Steingrímur nýtur sem menntaður maður, er ekki hvað síst sækir andans auð til þjóðar >,skálda og spekinga10”, frelsis andans og trúir því á mátt þeirra orða, er andinn frjáls mótar. En einmitt á 20. öldinni höfum vér séð hvernig voldugar yfirstéttir geta í krafti hinna gífurlegu áhrifa fjölmiðlanna nýju umhverft hugsunarhætti heilla þjóða, gert að Þeim þann fjöldaseið, er gerir þær um lengri eða skemmri tíma að andlegum umskipting- um. Við þurfum ekki annað en minnast þess íhúrtarhi'is Sleingrims virt Aiislurviill, þar sem nii slend- nr I andssimahiisiíS. (íliiu^arnir Iveir l.v. á efri hæd voru á vinnuslofu skáldsins. Myndin er tekin liálf úr hók Hannesar l’élurssonar um Sleingrim. hvernig nasisminn lék þýsku þjóðina eða McCarthy-isminn þá bandarísku, svo teknar séu tvær af helstu menningarþjóðum heims. Vér þurfum ekki annað en líta í eigin barm og sjá hver galdur er gerður að íslenskri þjóð, til að rangsnúa öllum hugtökum: í 40 ár höfum við verið hertekin þjóð í krafti of- beldis, samningssvika og innrásar erlends hers — og þetta heitir í huga fjölda fólks vernd en ekki kúgun, jafnvel þótt höfuðtil- gangur hernámsveldisins sé, ef til stríðs kem- ur, að fórna allri þjóð vorri fyrir nokkurra klukkutíma eða daga betri aðstöðu fyrir sig. Þetta hefði forðum daga heitið að snúa faðirvorinu upp á andskotann. 189

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.