Réttur


Réttur - 01.10.1981, Page 32

Réttur - 01.10.1981, Page 32
erlends konungsvalds, og fær allan þingheim á sitt mál. Kjarninn í þeirri ræðu, er áreiðan- lega sögulegur, hvort sem Snorri hefur fegrað málfarið eða aukið við röksemdirnar. En sem táknrænan fulltrúa þessarar aldar frjálsra bænda mætti máske taka Auðunn vestfirska, þann er gaf konungi gjafir sem jafningi væri, — en þegar honum að lokinni frægðarför var boðið að gerast háttsettur hirðmaður Noregskonungs, afþakkaði hann boðið. Kvaðst þurfa að halda heim til íslands, til þess að sjá fyrir móður sinni fá- tækri. Dyggðir hins frjálsa manns endurspeglast svo í íslenskunni, eins og R.K. Rask hefur best skilgreint, að m.a.s. i kirkjunum var ís- lenskan notuð, þegar ánauðugir bændur er- lendis urðu að hlýða á óskiljanlega latínu, er mengaði öll mál þeirra. Þessi öld bændavaldsins verður ómetanleg fyrir að festa í sessi þær dyggðir hins frjálsa manns:4 manndóm, tryggð, höfðingjadirfsku og fleira, sem móta síðan íslendingseðlið, þannig að það lifir af undir fargi yfirstéttar- ísaldanna, er á eftir komu — og sprettur fram sem grænt gras undan snjó, er frjó- sprotar erlendu hugsjóna- og listastefnanna snerta hinn veika en frjóa gróður, sem aðeins beið frjóvgunarinnar til að birta í allri sinni dýrð það, sem í honum bjó. III. íslenskir eðliskostir Baráttan varð hörð og fórnfrek að varðveita manngildið allar aldir kúgunarinn- ar — uns birti. Látum að þessu sinni eitt skáld, Örn Arnarson, gefa nokkra mynd af hvoru- tveggja í ljóðabréfi hans til Guttorms Gutt- ormssonar, Vestur-íslendingsins. Fyrst myndin af kúguninni og uppreisn hins kúgaða, en andlega frjálsa, manns, bar- áttu hins besta í íslendingseðlinu við kvöl og niðurlægingu.: ,,Og svo er til önnur saga, sorgleg og endalaus, um öreigans vonlausu varnir í vök, sem að honum fraus, um lemstraðar listamannsgáfur, sem lyftu sér aldrei á flug, um skáld, sem var tunguskorið. Hver skilur þess orðlausa hug? Það er beiskt, það er sárt, það er blóðugt, hver brosir, sem athugar það, hve allsleysi, sultur og seyra gat sorfið þjóðinni að? Því hlær okkur hugur í brjósti, er hyllum við landnemans þor, sem í uppreisn gegn arfgengu basli steig útlagans þungu spor. Síðan myndin af sigri íslendingsins og vart munu önnur skáld hafa boðað trú sína af meiri bjartsýni á að íslenskir eðliskostir muni standast hverskyns raunir. Þeir sýndu það svart á hvítu með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki að atgervi, drengskap og snild Og kraftaskáld Klettafjalla þar kvað sín Hávamál, sem aldalangt munu óma í íslendinga sál. Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ. Þeim íslensku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir séu Atlanzálar, mun átthagaþránni stætt. 208

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.