Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 6
/ liggur fyrir. Ég segi samþykkja með of- beldi, þegar það er reynt að knýja svo fast á um það, að það eru haldnir hér nætur- fundir um málið, haft í hótunum við þingmenn út af þessu máli, og er vandséð hvaða íslenskum hagsmunum þessir þing- menn — Eggert Haukdal og félagar — hvaða íslenskum hagsmunum þessir menn eru að þjóna með því að gera þessa tillögu hér á alþingi. Hérna er auðvitað um að ræða svo einstök þjónustubrögð við út- lendan auðhring, að ég vona að þess séu engin önnur dæmi að á þjóðþingi fullvalda ríkis standi það til að bjóða útlendum auðhring, sem leikið hefur landsmenn jafn grátt í þessum viðskiptum og þessi, að bjóða honum sérstaklega og vinsamleg- ast stækkun fyrirtækisins í forgjöf í samn- ingum. Hér er auðvitað um að ræða þvílík tíðindi, þvílík stórmerki, að sjálfsagt hefur engum þeirra, sem stóð að flutningi ál- málsins á sínum tíma, látið sér detta það í hug, að eftir aðeins örfá ár — einn og hálfan áratug frá umræðum um álverið — þá kæmi upp hugsanlegur meirihluti á alþingi af þessum toga. Hvílík endemi eru það í rauninni, að menn skuli láta sér detta slíkt í hug og láta sér koma það til hugar að knýja það fram á alþingi með þessum hætti. Er þar verið að þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar? Er þar verið að þjóna hagsinunum þeirra íslend- inga sem búa nú við dýra raforkureikn- inga? Hverjum er hér verið að þjóna, af hverju eru menn að láta sig hafa það að ganga í þetta skítverk fyrir þennan hring? Dragið tillöguna til baka! Ég leyfi mér að vona, að í hópi flutnings- manna séu menn sem standa að þessari tillögu vegna þess að þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera, og þar af leiðandi fyrirgefist þeim eins og segir frá í gamalli bók sem við allir höfum lesið og öll, vel og vandlega vonandi. Ég vona að þessir háttvirtu flutningsmenn átti sig á því þó síðar verði hvaða athæfi er hér á ferðinni, og þeir sjái þess vegna sóma sinn í því, áður en lengra er haldið í þessum umræð- um, að draga tillöguna til baka. Hún er smánarmerki, hún er smánarmerki slík tillaga, og hlýtur að koma við streng í hjarta hvers einasta manns sem á lágmarks- tilfinningu og virðingu fyrir sjálfstæði, sögu og menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir sem hrista hausinn yfir slíku, glotta yfir slíku og telja slíkt tal skrumið eitt, eru búnir að gleyma því hvaðan þessi þjóð tók afl sitt og þeir eiga lítið eftir af þeirri kynfylgju sem leiddi kynslóðirnar í gegn- um sjö alda sögu sjálfstæðisbaráttu gegn nýlenduvaldi útlendinga. A undanförnum árum hefur oft verið tekist á um sjálfstæði íslensku þjóðarinn- ar. I þeim umræðum hafa menn skipst í fylkingar, og það hefur oft verið heitt í kolunum. Pannig var það til dæmis þegar umræða um álverið fór fram á alþingi á sínum tíma. Það var 1965 og 1966 sem þær umræður fóru fram og það er fróðlegt að rilja þær upp einmitt hér til að athuga hvort menn sáu þá fyrir þá þróun sem síðan hefur orðið ellegar þann dapurlega fund sem nú er haldinn við auða stóla hér á alþingi. Þegar þetta frumvarp um ál- bræðslu viö Straumsvík var lagt fyrir árið 1965 þá urðu geysimiklar umræður um það hér á þinginu. Ræöa Hannibals Valdimarssonar formanns Alþýðubandalagsins Þá var gagnrýnt í upphafi til dæmis af 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.