Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 20

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 20
verið fyrirboði þess að þessi stefna, sem var boðuð fyrir 15-16 árum, verði fram- kvæmd hér á landi? Er hætta á því, raunveruleg hætta á því að slíkt gerist? Ég bið ykkur að hugsa alvarlega: Er það raunverulega til í dæminu, að hér sé Alusuisse búið að koma sér upp þeirri varnarsveit og sóknarsveit, að það sé hugsanlegt, að það sé jafnvel meirihluti á alþingi íslendinga sem er tilbúinn til að segja: Verksmiðjan skal ekki vera ein, heldur skulu þær hugsanlega vera tvær og hugsanlega vera 3 og 4 í eigu útlendinga og jafnvel 20. (Fr.S.: Pá... farci að leggjasí). Eða jafnvel 20. Er þingmaðurinn þreytt- ur? (Gripið fram í: Mér heyrist ráðherr- ann vera farinn að rugla). Guðmundur G. Þórarinsson fái heimferðarleyfi Vill hann fara heim? Eg er viss um að hæstvirtur forseti veitir honum heimferð- arleyfi. Hæstvirtur forseti er almennilegur við flokksbræður sína, sem hefðu þurft að vera hér í kvöld til að tala l'yrir máli sínu eins og háttvirtur þingmaður Halldór Ásgrímsson, en hann er nú farinn heim að lúra og ég er viss um að háttvirtur þingmaður Guðmundur G. Þórarinsson getur líka fengið heimferðarleyfi. En það er annars merkilegt með hann, að í hvert skipti sem ég vík að álverinu, Alusuisse og Framsóknarflokknum, þá hrekkur hann í einhvern undarlegan baklás með framí- köllum og látum, þessi annars friðsami og prúði maður. Það er nokkuð sérkennilegt að það er eins og það sé komið við hjartað í honum, taugarnar. Vonandi á hann góðar og ærlegar taugar og það eru þær sem svara þegar bankað er, og það er vel að það skuli enn vera til í þessum háttvirta þingmanni. Viðvörunarorð Alfreðs Gíslasonar Hér, herra forseti, hef ég rakið í fáum orðum eitt og annað, sem kom fram á alþingi íslendinga þegar umræður fóru frain um álverið á sínum tíma. Ég hef sýnt fram á það, að Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson vöruðu við hinum miklu hætt- um sem gætu verið af því að innleiða erlent auðmagn hér í atvinnulíf íslendinga og ég benti á það hvernig Bjarni Benedikts- son, þáverandi forsætisráðherra, vísaði til þess að þrátt fyrir allt ætti þjóðin þann möguleika að taka þetta fyrirtæki eignar- námi, ef hún vildi. En ég vil einnig víkja nokkuð að annarri hlið þessa máls, sem kom fram í umræðunum árið 1966. Það er mengunar- þátturinn frá álverinu í Straumsvík. Ég minnist þess ákaflega vel, að þegar um- ræður fóru fram um álverið, þá voru í raun og veru aðaláhersluatriðin þau, að raforkuverðið væri mjög óhagstætt. Það viðurkenna allir nú orðið, líka Sjálfstæðis- flokkurinn. En önnur atriði til gagnrýni á þessum álsamningi heyrust ekki eins vel og það er nokkuð athyglisvert að umræð- an um mengunina frá álverinu var mjög lítil. Égman eftir því að það er ekki lengra síðan en 1966, að orðið „mengun“ þótti vera svo kostulegt hér í sölum alþingis að menn settu á langar ræður um það hvernig best væri að nefna þau ósköp sem á bak við það orð leynist. Einn af þeim þing- 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.