Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 9
fyrir okkur að bera það saman við fjárlög
ríkisins á þessu ári sem eru 12 miljarðar
króna. 6 miljarða hefði þessi virkjun þá
kostað á verðlagi ársins 1983, 6 miljarða,
og í þetta réðust menn upp úr kreppunni.
Frammi fyrir þessum geigvænlegu vanda-
málum sem kreppan birti íslensku þjóð-
inni risu menn upp, Ieituðu nýrra leiða.
Menn gáfust ekki upp heldur við að sækja
fram við það að treysta sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar, því það var skýlaus krafa
allra landsmanna á þessum árum þegar
harðast svarf að, að íslenska þjóðin ætti
að sjálfsögðu að sækja fram til fulls og
óskoraðs sjálfstæðis. í ræðu sinni um
Sogsvirkjunina sagði Eysteinn Jónsson
m.a., með leyfi hæstvirts forseta:
„Við skulum aðeins staldra þarna við, einiiiitt við
Sogsvirkjunina, vegna þess að nú er verið að tala
um virkjun, Búrfellsvirkjun án alúinínvcrksmiðju er
miklu minna átak l'yrir íslensku þjóðina nú lieldur
en Sogsvirkjunin var á sinni tíð“.
En þrátt fyrir það að þessi staðreynd
lægi fyrir, að hér var um miklu minna
átak að ræða en við Sogsvirkjunina á
sinni tíð, þá guggnuðu menn. Þeir treystu
sér ekki til þess að ráðast í þessa virkjun,
Búrfellsvirkjun, nema með því að leita
hófanna hjá hinum erlenda auðhring og
það var þetta sem þáverandi formaður
Framsóknarflokksins og fyrsti þingmaður
Austfjarðakjördæmis var að mótmæla.
Eysteinn Jónsson skýrði þetta með ákaf-
lega athyglisverðum hætti, þ.e. hvers vegna
leita menn á náðir útlendinganna, og
sagði með leyfi hæstvirts forseta:
„Með öðruin orðuin, það er alveg greinilegt og
getur ekki misskilist að ástxðan til þess að þcssir
hæstvirtu ráðherrar leggja inn á þessa hraut og velja
sig í þessuni vanda, sem þeir aldrei hafa getað rifið
sig út úr, ástæðan er sú að þcir eru haldnir
minnimáttarkennd, þeir trúa því sjálfir að það sé
ekki hægt að fá lán crlcndis til þess að gera
Búrfellsvirkjun án þess að hafa alúinmvcrksmiðjiiua
með. Þetta er skýringin á iillu þessu, það botnar
enginn í þessu, ef hann ekki hcfur þctta í huga. Þetta
er skýringin á hugsunarhættinuin og skýringin á því
hvers vcgna í þetta er ráðist nú. í þessum orðum
kemur það fram, að það er grundvallarafstaðan sem
hér skiptir máli. Hafa menn trú á því að hér sé hægt
að byggja upp atvinnuvegi, til þcss að vera undirstaða
sæmilegra lífskjara hér í þessu langi, eða eru menn
haldnir minnimáttarkennd gagnvart því verkcfni
sem það óneitanlcga er að halda uppi fuliu sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar".
Hin pólitíska minnimáttarkennd
Eysteinn Jónsson bætti við um þetta
undarlega sálarástand, sem einkennir þessa
menn, enn þann dag í dag:
„Því er nú verr og miður, að það er ininnimáttar-
kenndin og vanmatið á möguleikum Islendinga
sjálfra og vanmatiö á því að Islendingar geti komið
sér upp nægilega stórbrotnum atvinnurekstri sem er
grundvöllurinn að því sem nú er veriö að gera. Það
er minnimáttarkcnndin og vanmatið á mögulcikum
íslendinga“.
Nú er minnimáttarkenndin komin svo
langt að það er farið að flytja tillögur hér
á alþingi um að löggjafarsamkoman hneigi
sig fyrir Alusuisse. Ekki sá framsýni
maður Eysteinn Jónsson sá þau ósköp
fyrir, né heldur spáði hann því að tillaga
um slíkt yrði flutt með atbeina Framsókn-
arflokksins, og það af varaformanni Fram-
sóknarflokksins. Ekki sá hann það heldur
fyrir að forseti sameinaðs þings, þá nótt
sem þessi tillaga er rædd, yrði úr Fram-
sóknarflokknum. Það var svo sem ekki
von heldur að maðurinn sæi þessi ósköp
fyrir sér.
Svo langt gengu menn í umræðum um
álverið á sínum tíma, að þeir héldu því
fram að allar gagnrýnisraddir andstæðinga
álbræðslunnar væru hrein vitleysa, og
væri gersamlega ástæöulaust að hlusta á
þær. Til dæmis væri fróölegt að sjá hvernig
flutningsmenn tilíögu um álverið lofuðu
gerðardóminn sem á að kveða upp úr-
73