Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 24
Alusuisse hér á íslandi. Auðvitað lilýtur iðnaðarráðherra að leggja á það ofurkapp að hækka raforkuverðið. Þar er um að ræða ríka hagsmuni íslensku þjóðarinnar, þannig að það getur skipt sköpum um ýmsar meginstærðir í lífskjörum lands- manna. Þegar við stöndum frammi fyrir því að ekki fást samningar um hækkun raforkuverðs, þá förum við auðvitað þá leið sem ríkisstjórnin gerði samþykkt um snemma á síðasta ári. Við segjum: Það er ekkert annað að gera en að hækka verðið einhliða og taka um það ákvörðun með lögum frá alþingi. Þess vegna höfum við Iagt fyrir frumvarp til laga um leiðréttingu orkuverðs til ísal. Við höfum lagt þetta frumvarp fyrir vegna þess að við teljum að þarna verði íslendingar að ná sínum rétti og við teljum að við stöndum þarna á mjög svipuðum krossgötum, svipuðum vegamótum og þjóðin stóð þegar land- helgin var færð út á sínum tíma og útienskir togarar voru reknir úr fiskveiði- landhelgi. Staðan núna er hins vegar þannig að þrír stórnmálaflokkar hafa sameinast um að standa við hliðina á álverksmiðjunni í þessu máli, því miður. Einn stjórnmálaflokkur stendur fast á rétti íslendinga, eins fast og hann getur. Hann mun leita til þjóðarinnar í næstu kosningum og biðja hana um stuðning við íslenska atvinnustefnu gegn hinni útlendu stefnu, gegn þeim flokkum se'm hér flytja tillögu á alþingi íslendinga um að hneigja sig fyrir Alusuisse. Álmálið er sjálfstæðisbarátta Við Alþýðubandalagsmenn, sem stönd- um að því að flytja tillögu um leiðréttingu á raforkuverði álversins verulega erum sammála þeim, sem stóðu að því á sínum tíma að lögleiða lýðveldi á íslandi árið 1944. Við teljum að þeir hafi gert rétt en ekki rangt með sinni ákvörðun. Við telj- um að það sé ekki ástæða til þess fyrir þjóðina að sjá eftir því að hún samþykkti í allsherjaratkvæðagreiðslu að hér skyldi stofnað lýðveldi 17. júní 1944. Við minn- um á það, að á undanförnum áratugum hefur baráttan í þessu landi snúist um það hvort menn hafa trú á því að menn gætu lifað hér í þessu landi sem sjálfstæð þjóð og fullvalda ríki eða hvort við þyrftum að segja okkur á sveit erlendra auðfélaga eða að ganga undir jarðarmen stórveldanna með einhverjum hætti. Við höfum sýnt fram á það með nýsköp- unarstjórninni 1944-1946 að það var hægt að treysta svo grundvöll íslenskra atvinnu- vega að hér mátti byggja upp góð lífskjör í landinu. Við höfum sýnt fram á það, að hermangsvinnan var ekki nauðsyn, en það töldu svokallaðir lýðræðisflokkar hér eftir 1950. Þeir töldu, að hermangsvinnan væri brýn nauðsyn og íslendingar gætu ekki lifað hér af eigin atvinnu í landinu. Það var á þeim árum sem fjórða hver króna í gjaldeyristekjum Islendinga var komin af Vellinum og menn töldu að það væri í raun og veru útilokað annað en við myndum um aldur og ævi vera háðir hermangsvinnunni hér í þessu landi. Al- þýðubandalagið, sem var aðili að ríkis- stjórn árið 1956-1958 beitti sér fyrir upp- byggingarstefnu atvinnuveganna og út- færslu landhelginnar sem hafði það í för með sér að stefnu hermangsvinnunar var hnekkt. Þeir menn sem töldu að íslending- ar gætu ekki unnið hér við eigin bjargræðis- vegi urðu sér til skammar. Reynslan setti þá út í horn. En þeir komust aftur hér til valda í landinu upp úr 1960 og það var stofnuð viðreisnarstjórn, sem var til hér í 10 ár. Sú stjórn vann verulegt tjón, verulegt og alvarlegt tjón á möguleikum 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.