Réttur


Réttur - 01.04.1983, Síða 37

Réttur - 01.04.1983, Síða 37
Einar Olgeirsson umdeildur stjórnmála- leiðtogi. Virtur var hann og dáður af samherjum og vinum, en andstæðingarnir spöruðu ekki stóryrðin þegar fjallað var um Einar og verk hans. Það er erfitt að alast upp við slíkar kringumstæður, en Sólveig og Ólafur báru engin merki þess. Aldrei man ég eftir því að Ólafur hafi á neinn hátt skýlt sér á bak við frægð föður síns. Þvert á móti held ég að hann hafi stundum fremur kosið að fara fram í eigin nafni svo sem fremst var kostur. Ólafur gekk í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Hann fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík sem leið lá. Var í máladeild. Saga var hans eftirlætisnámsgrein og kom það snemma í Ijós að söguna tók hann fram yfir allar aðrar námsgreinar. Hann tók virkan þátt í félagslífi nemenda, var meðal annars í stjórn málfundafélagsins Framtíðarinnar, þegar við Fylkingarfélag- ar réðum þar nokkru um skeið. Hann var á þessum árum virkur félagi í Æskulýðs- fylkingunni í Reykjavík og hafði snemma auga fyrir skipulagningu og forystustörf- um. Hann var glöggur og raunsær og gerði hvað hann mátti snemma til þess að hið pólitíska starf skilaði sem bestum árangri. Eftir stúdentspróf, 1963, hélt Ólafur til náms í Noregi, við háskólann í Osló. Hann lagði stund á sagnfræði og fornleifa- fræði og lauk þar ígildi BA-prófs vorið 1966, eftir þriggja ára nám. Hann komst þar í kynni við róttæka strauma sem síðan birtust meðal annars í stúdentahreyfing- unni vorið 1968. Meðan hann var við nám í Osló starfaði hann á sumrin að nokkru leyti við fornleifauppgröft að Hvítárbakka og Húsafelli. Heimkominn á ný hóf hann svo fram- haldsnám við Háskóla íslands og lauk þar cand. mag. prófi snemma árs 1969. Hann lagði aðallega stund á sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og helgaði þessum þætti sagnfræðinnar krafta sína fyrstur íslend- inga. Liggja eftir hann mikil verk á þessu sviði, í raun ótrúlega mikil miðað við það hversu skammur tími vannst til þess að sinna þeim störfum, - aðeins um 10 ár, því Ólafur veiktist í árslok 1979. Og þau 10 ár varð hann að sinna hugðarefnum sínum við hliðina á kennslustörfum og verulegri þátttöku í pólitísku starfi stjórn- málahreyfingar íslenskra sósíalista. Eftir að Ólafur hafði lokið cand. mag. prófi hóf hann kennslustörf. Hann kenndi fyrst á Hvolsvelli við unglingaskólann. Það hefur ekki verið talið róttækt byggð- arlag en áhrifa hins unga kennara varð strax vart og ég þekki nokkra einstaklinga sem líta á kynnin af Ólafi á Hvolsvelli sem sína fyrstu pólitísku lexíu. Ég man að minnsta kosti eftir tveimur ungum drengj- um sem komu að austan í starfskynningu á Þjóðviljanum á þessum árum. Annar þeirra er við blaðið enn þann dag í dag. Meðan Ólafur var á Hvolsvelli tók hann virkan þátt í starfi flokksins á Suöurlandi og varð þriðji maður á framboðslista Alþýðubandalagsins á Suðurlandi vorið 1971. Það voru erfiðar kosningar fyrir flokkinn, en frambjóðendasveitin ung og vösk. Til þess var tekið að málflutningur efstu manna listans hefði vakið mikla og jákvæða athygli, hvort heldur var á fund- um eða í kosningablöðunum. Ólafur átti mikinn þátt í blaðaútgáfunni í kjördæm- inu, einkum uppi á landinu, þetta vorið. Síðan hélt Ólafur suöur og settist fljót- lega að í Kópavogi þar sem hann bjó til dauðadags. Hann kenndi sögu við Mennta- skólann við Tjörnina, síðan við Mennta- skólann við Sund. Hann þótti góður kennari, dáður af ncmendum sínum, og ég man að hann lagði sig mjög fram um að kynna þeim námsefnið sem best þannig 101

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.