Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 17
á íslandi, og sagði með leyfi hæstvirts
forseta:
„Svissncski auithringurinn gerbreytir kraftahlut-
föllunum hér á Islandi, ekki aðeins á milli atvinnu-
rekendastéttarinnar og verkalýðsstéttarinnar, heldur
líka kraftahlutföllunum innan borgarastéttarinnar
sjálfrar. Kraftahlutföllunuin á milli t.d. sjávarútvegs-
ins annars vegar eða þeirra, sem honum stjórna og
þess hins vegar, scm crlendis mundi nú vera kallað
fjármálaauðvald“.
Það er einmitt þetta sem hefur gerst.
Kraftahlutföllin liafa breyst, ekki bara á
milli launamanna annars vegar og fyrir-
tækjaeigenda hins vegar, heldur innan
þeirra atvinnuvega, sem eru í landinu.
Það eru kraftahlutföllin á milli framleiðslu-
greinanna annars vegar og erlends auð-
valds hins vegar. Þetta grundvallaratriði
var bent á og líka það, hvaða áhrif þetta
hefur haft á Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur
breytt honum. Hann er hættur að kveða
sér hér hljóðs sem helsti málafylgjuflokk-
ur framleiðsluatvinnuveganna í landinu.
Hann kveður sér mest hljóðs hér og af
mestum þrótti, þegar þarf að taka upp
hanskann fyrir Alusuisse. Þá lifnar nú
heldur betur yfir þeim sem annars sitja
dauðir og daufir, segi ég, í þessum stólum
hér.
(Fr.S.: Jæja).
Einar Olgeirsson hefur reynst
sannspár
Og það er þetta sem við horfum upp á
hér á þessari nóttu: Að Alusuisse hefur
tekist á þessum 15 árum að skapa sér þann
varnarvegg í íslenskum stjórnmálaflokk-
um, í íslenskum blöðum sem Einar Ol-
geirsson var að vara við árið 1966. Og ég
man það vel, að þegar Einar Olgeirsson
mælti þessi orð það ár — vegna þess að þá
starfaði ég sem þingfréttaritari Þjóðvilj-
Einar Olgeirsson
ans hér á alþingi — ég man það vel, að
varnaðarorð Einars Olgeirssonar voru tal-
in bera vitni um ofstæki og ekkert annað
en ofstæki. Þau væru markleysa, þau væru
rugl, engin ástæða til að hlusta á þau.
En hvað hefur gerst? Hann hefur því
miður orðið sannspár. Alusuisse hefur
eignast hér varnarlið í íslenskum stjórn-
málaflokkum. Það er þessi sorglega stað-
reynd, sem við stöndum frammi l'yrir á
þessari nóttu, þegar við ræðum tillögu um
að löggjafarsamkoman á íslandi hneigi sig
fyrir Sviss Aluminium. í ræðu sinni sagði
Einar Olgeirsson ennfremur:
„l>ej>ar við erum að ræöa um þetta fyrirtæki erum
við að deila um það, hvort við eigum að fá crlcnda
stóriðjii inn i landið eða íslcnska stóriðju. Við getuni
vel og höfuni vel efni á að konia okkur upp íslenskri
stóriðju. Meira aö segja þó að hún væri eins stórfelld
og það sem þctta aliuniniumfyrirtæki vill fara fram á.
Við crum nógu ríkir til þess, Islendingur, þannig að
dcilun stendur ekki uni hvort iiienn vilji núna
tæknilegar framfarir, hvort menn vilji þaö stór-
81