Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 35
Minning: Olafur Rafn Einarsson Fœddur 16. janúar 1943 — Dáinn 11. júní 1983 Ólafur Rafn Einarsson sagnfræðingur er fallinn frá, í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri. Hreyfíng sósíalista á Islandi missir þar einn tryggasta og besta baráttumann sinn. Þau eru djúp og sár skörðin, sem höggvin eru nú á nokkrum árum í framvarðasveit sósíalismans á íslandi: Magnús, Sverrir, Bjarni Þórðar, Guðmundur Vigfússon og nú Ólafur Rafn. Um þann þunga harm, sem þarmeð er kveðinn að nánustu aðstandendum Ólafs, skal ei rætt hér. Ólafur sameinaði víðsýnina í alþjóðahyggju sósíalismans eldheitum áhuga á sjálfstæðisbaráttu íslendinga og tengdi hvortveggja frelsisbaráttu hins vinnandi fólks. Reit hann um alla þessa aðalþætti nútímalífs af raunsæi sagnfræðingsins. Hann var atorkusamur með afbrigðum og hugmyndaríkur. Auk aðalkennslu- starfa sinna í Menntaskólanum við Sund, llutti hann fyrirlestra á vegum M.F.A. í Ölfusborgum um sögu verkalýðshreyfíngarinnar, svo og um sama efni í háskólanum annaðhvort ár. Þar við bættist svo öll hans pólitíska starfsemi á vegum flokksins og ritstörf, sem rakin eru í eftirmælum hér á eftir. Ólafur átti sæti í nefnd þeirri, er annast aðstoð við fátækar þjóðir. Hjarta hans var gott og hann fann sárt til með þeim, sem um sárt eiga að binda í þessari veröld. Svo hefur Ólafur prófessor Björnsson, fyrrv. alþm., sem var löngum formaður þeirrar nefndar, tjáð mér að Ólafur hafí á fundi einum lagt til að aðstoð Norðurlanda yrði einbeitt að Tansaníu. Þessari hugmynd tókst prófessor Ólafi að koma fram á þeim víða vettvangi aðstoðarinnar — og nýtur Tansanía þess nú í ríkum mæli. En jafnhliða baráttuandanum og tilfínningunni með öllum þeim, sem erfíða lífsbaráttu heyja, þá býst ég við að vísindamaðurinn í honum hefði orðið æ sterkari, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Friðrik Þórðarson, lektor í Osló, 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.